og það er víst að hún snýst þó þú sofir í nótt...

 

piltarnir voru hér um helgina og það var stuð, enda aukapiltur á ferð, þessi sem skírður var í hausinn á alex lifeson, gítarleikaranum í rush. hann er reyndar á sínum sautjánda vetri, barnið...

ógeðslega mikil tölva..... smá keila og púl, sýning hjá útskriftarnemum í listaháskólanum sem var á kjarvalsstöðum, tvær myndir á dvd o.s.fr. og svo skrapp ég reyndar einn og sér og í smærri hópum í geysishúsið þar sem hún guðný svava strandberg opnaði sýningu í gær. flott hjá henni.

endaði á því að við jökull sáum djísús kræst í borgarleikhúsinu í gærkvöldi og maður kom heim í nótt eftir rúnt austur yfir heiðar með barnið heim til sín.

jesús kristur sjálfurbandið var flott og stóð sig vel. sviðsmynd einföld en nokkuð kúl og þetta var sko öðruvísi uppfærsla en þegar pétur jesú var jesú..... sem er ok. var samt ekkert imponeraður en jökli fannst gaman og það er gott. slatti af börnum og enn meira af unglingum reyndar.

mér fannst allavega vanta aðeins uppá að krummi og jenni væru að standa sig með prýði. og það sem vantaði aðallega, svona fyrir alla þessa nýju áhorfendur sem ekki þekkja söguna, var að fatta hver var hvað því það kom sko ekki berlega í ljós. enda ætlar jökull að sjá myndina með gillan sko.

jesú krummien þetta var rokkað og byrjaði reyndar helvedde vel en missti pínu damp, svona fyrir minn smekk, en engu að síður ágætis kvöldstund, tala nú ekki um ef maður er með unga fólkið með.

svo má nú aldeilis geta þess að ég kom við í o.johnson og kaaber húsinu við sæbraut að skoða sýninguna hans einars hákonarsonar eftir vinnu í dag. skemmtilegt og flottasti sýningarstaður ever.

 

djöfull er ég listrænn þessa dagana ha.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Djö... ertu alltaf menningarlegur. 

Sé að ég er barasta ekki að standa mig.

Lilja Kjerúlf, 21.4.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

vá það er ekkert annað !!!  þú stendur þig vel í menningunni annað en við Júníus   Gott að þú áttir svona góða helgi minn kæri

knús og kossar frá Grafarvoginum

Sigríður Guðnadóttir, 21.4.2008 kl. 21:27

3 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

ps þú veist það er bannað að blóta svona

Sigríður Guðnadóttir, 21.4.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband