"Það mun líklega almennt viðurkennt, að þær bætur og breytingar í þjóðfélagsskipan, stjórnháttum og þjóðlífi, sem Íslendingar hafa átt viða að búa hina síðari áratugi, hafi engan veginn komið af sjálfu sér, enga baráttu þurft né viðbúnað. Allar umbætur eru runnar frá baráttu."
Jamm, kjarnyrtur hann Páll Eggert Ólason sem ritar sögu Jóns Sigurðssonar, árið 1929. Mörg bindi en þetta er formálinn í því fyrsta. ekkert helvítis væl. Og hann heldur áfram:
"Mannlegu eðli er ísköpuð allrík fastheldni við þá aðbúð alla og skorður, sem venjur hafa tamið mönnum. Rætur þessarar fastheldni eru helzt þrenns konar: Hugleysi, tregða og kvíði. Hugleysi aftrar mönnum frá að rísa upp af kodda vanaværðar gegn ofurvaldi."
- heyr, heyr-
"Tregða hamlar þekkingu, þvi að jafnan er mikið erfiði í því fólgið að kynnast nýungum og breytingum, dæma rétt, velja og hafna. Kvíðinn mun þó ríkastur í mannlegu eðli. Menn þekkja það, er þeir eiga við að búa, en aldrei að fullu það, er við tekur, ef það er óreynt eða lítt reynt að öðrum."
- heyr, heyr-
og áfram heldur Páll, og lýsir Jóni sem nennti ekki að hanga með þrælslund endalaust og láta misviturt yfirvald leiða sig áfram, eins og 75% kjósenda hér gera nú áttatíu árum síðar:
"Í hugum flestra býr stuggur við ókennd efni. Þeir menn einir, sem ótrauðir eru og kvíðalausir, geta hrundið nokkuru áleiðis, og ef þeir eru framsýnir með forsjá, verða þeir sem vitar, er birtu bera, svo vítt, sem tekur ljósmagn þeirra. Það er gifta hvers þjóðfélags, að eiga sem flesta slíkra þegna."
Vel orðað hjá Páli og ég held svei mér þá að við eigum jafnvel framsýnt fólk með forsjá.
Lifi byltingin....
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að einhver muni eftir dr. Páli Eggert, þeim mikla andans jöfri, sem lét eftir sig nokkra stafla; sex binda ævisögu Jóns Sigurðssonar, Íslenskar æviskrár í fimm bindum og sögu 16. aldar í fjórum bindum. Þá vann hann þrekvirki við skráningu á handritum og sinnti margvíslegu smotteríi: var rektor Háskóla Íslands og bankastjóri.
Páll Eggert var einhver ógurlegasti námsmaður sem sögur fara af. Þannig lauk hann lögfræðiprófi á einum vetri -- utanskóla! -- en helgaði sig vitaskuld sagnfræðinni.
Allt þetta, og töluverðar og litríkar lífsnautnir, gera dr. Pál Eggert að sérlega svipmiklum manni í íslenskri sögu, þó hann sé flestum gleymdur í svipinn.
Að lokum, varðandi ævisögu Jóns: Ég þekki engan sem náð hefur að lesa sig gegnum öll bindin, en ég tók mig til og byrjaði í vetur. Ég var kominn á blaðsíðu 93 í fyrsta bindi þegar söguhetjan loksins fæddist...
Hrafn Jökulsson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 12:47
djö.... hefur hann verið flottur, það mættu fleiri hér á fróni taka hann sér til fyrirmyndar.
Lilja Kjerúlf, 19.4.2008 kl. 15:39
Er ég að fara að ráða þig í þessa stöðu ? eða hvað?
Lilja Kjerúlf, 19.4.2008 kl. 18:14
þú ert greinilega betur að þér í sögu páls en ég hrafn og gaman að heyra þetta. kynni mér sögu hans betur en þar sem þú þekkir engan sem hefur þraukað öll bindin, þá hef ég fundið mér veglegt verkefni.
ótrúlega skemmtileg lesning en svei mér ef það á ekki eftir að taka einhvern smá tíma bara. sem er sosum alltílagi.
arnar valgeirsson, 20.4.2008 kl. 00:58
bara að segja þér að ég skemmti mér vel í gær - og Júníus var auðvitað hress
Segðu mér hvaða byltingatal er þetta drengur bara grín - flottur pistill
Sigríður Guðnadóttir, 20.4.2008 kl. 11:27
já það er allt í lagi, tími er eitthvað sem þú virðist alltaf eiga nóg af
Guðríður Pétursdóttir, 20.4.2008 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.