fugl, fiskur eða ljón...

 

image_easter002hin árlega páskaeggjaleit fór fram að heimili minu í morgun. þó ekki fyrr en undir hádegi þar sem við piltarnir horfðum á batman begins í nótt, atli horfði og ég þangað til ég sofnaði....

en jökull er semsagt fyrir austan og fékk páskaeggið bara sent persónulega og prívat.

annars var stebbi stuð hér í gær, ingvarssonur. hann er dugnaðarpiltur svo ekki sé meira sagt, þó nokkuð uppátækjasamur og á það til að hlaupa upp veggi, en dundaði sér bara í gær enda kátur með að vera hjá frændum. búinn að fá leið á foreldrunum.

það er skemmst frá að segja að atli stúfur tók sér allverulega langan tíma í að finna eggið sitt og ég var sko orðinn svangur... en við óskum þér bara gleðilega páska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Velkominn heim og Gleðilega páska

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 23.3.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband