on da rush

 

Ingveldur litla bróðurómynd, þessi nettruglaða, sjálfstæðistjelling og mandólinleikari, sýndi á sér betri hliðina í gær. jamm, ingvar sýndi það og sannaði að hann er ekki alslæmur. endurtek, ekki alslæmur.

hann gaf mér jólagjöf númer tvö, takk fyrir. signals með rush og grace under pressure með rush. algjör snilldarinnar tónlist. þannig að drenghnokkinn gaf mér semsagt þrjá diska með rush í jólagjöf. ekki slæmt. svo þarf hann að toppa þetta næstu jól þannig að þetta er verulega kúl bara.

signals-cover-s grace under pressure rush-snakes-arrows-cover

ég hinsvegar var í máli og menningu í dag og var bara allnokkuð að gera barasta. eldaði svo þennan himneska kvöldverð þannig að nú er það sófinn og myndin 300 alveg að detta af stað.

í gær var stórmót á litla hrauni, til heiðurs pilti sem fer sko aldeilis nýtur þjóðfélagsþegn útí lífið síðar í mánuðinum eftir töluverðan tíma austan heiða. jamm, hress með það og hann deildi gullinu með félaga sínum þarna fyrir austan. þeir henrik danielsen stórmeistari með sín 2500 elo stig og gunnar freyr rúnars með 2150 urðu að vísu efstir, en það er ekkert að marka og þeir fengu engan vinning.

annars er ég góður bara. svo góður að mogginn segir ýmislegt og ekki lýgur hann. og þó...

Stjörnuspá

KrabbiKrabbi: Þú ert í ótrúlega miklu jafnvægi núna. Þú nærir einstaklinga án þess að þeir verði háðir þér. Í gegnum kennslu gefur þú öðrum nægjusemi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

heppinn.. ekki slæmt að fá eina jólagjöf í febrúar

ég vil bara fá mína sem ég á eftir að fá um páskana

Guðríður Pétursdóttir, 3.2.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það er nú bévítans kommanum að þakka að ég kynntist Rush, sem er jú áberandi langbesta hljómsveit í alheiminum og þótt víðar væri leitað.

Grace Under Pressure var fyrsta platan sem ég heyrði með sveitinni og það breytti lífi mínu allverulega. Eldri-Sveppur var m.a.s. nefndur í hausinn á einum meðlimnum.

Stuð og fjör.

Ingvar Valgeirsson, 3.2.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

já, það styttist í næsta skákmót!

Gunnar Freyr Rúnarsson, 6.2.2008 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband