liggaliggalá

 

jamm jamm, kominn úr bumbuboltanum með köllunum og ógeðslega ferskur. var í tapliðinu sem er hrikalegt. alveg hrikalega hrikalegt. sjitt.

en fór eftir vinnu í austurbæjarskóla þar sem hrókurinn hefur nú hafið barnastarf sitt af krafti. i einn og hálfan tíma sat ég og aðstoðaði börnin en þarna voru þau, tuttuguogeitt stykki, að fara á -flest- sitt fyrsta skáknámskeið. hrafn jökuls hélt utan um þetta og skýrði út, guðfríður lilja forsetinn minn hélt kraftmiklar hvatningarræður og máni jökuls var til taks. sonur minn hann atli var ráðinn sem sérlegur aðstoðarmaður við uppstillingar og tiltekt.

það er semsagt austurbæjarskóli einu sinni í viku, vesturbæjarskóli einu sinni í viku, barnaspítali hringsins einu sinni í viku, litla hraun tvisvar í mánuði, vin - athvarfið mitt - einu sinni í viku og svo verða allir grunnskólar landsins heimsóttir með vorinu. svo er planið að setja upp páskamót á kleppsspítala og helst hjá sjálfsbjörg og eldri skákmönnum líka.

ég kem nú bara að litlu leyti að þessu en ég er líka að plana páskaferð til grænlands. scoresbysund þar sem tårnet (hrókurinn) var stofnaður sl páska. liggaliggalá. það er ótrúlega magnað þar. ótrúlegt jamm.

var ég búinn að segja alveg ótrúlegt......

en það er kominn snjór. fer undir teppi að horfa á mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

vohó, nó að gera.  Og ætlarru svo að stinga af frá þessu öllu bara og fara til Grænlands ?  Kræst, hvar er ábyrgðin ?

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 16.1.2008 kl. 18:22

2 identicon

ég tek undir með Þóru " á bara að stinga af frá þessu öllu " , ég meina það er slóð af börnum eftir þig út um allt í  vesturbæ, austurbæ, úti á landi og nú á að fara að bæta Grænlandi við.  Þú ábyrgðarlausi einstaki karl.

Gulla (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband