laufabrauð

 

verð bara að segja frá mynd sem ég hengdi á hurðina mína svona yfir jólin. er alltaf að segja frá í kommentum en læt flakka því þessi mynd er snilld og ég klippti hana úr blaði fyrir, jamm, rúmlega ári síðan.

þrír dúddar á úlföldum, undir stjörnubjörtum himni þar sem ein stjarnan skín hvað skærast, nálgast hlöðuræksni í sveitinni.

úr hlöðunni heyrast köll: "jesus christ, it´s a girl"....

 

annars er ég búinn að tapa bigtæm í yatzy um helgina fyrir syni, var bara malaður... átum randalínur, heimabakað brauð, kleinur og laufabrauð í gær í boði sigrúnar björnsdóttur, aka obba. hún er sko mamma mín og sér um sína.

svo hlustuðum við auðvitað á rush, nyja diskinn, snakes and arrows. erfiður í byrjun en er að nálgast snilldartakmarkið.

minna um sprengingar hjá piltinum en oft áður, vegna veðravítis.

megið þið kveðja árið með bros á vör, og fagna því nýja, ölvuð eður ei.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fiðrildi

Ég ætla að kveðja og fagna alveg alls gáð og hress.  Ég myndi drekka oftar ef það væri til bjór með súkkulaði bragði.

Vonandi rætast allir draumar þeirra sem heita arna . . . . eitthvað á árinu

Fiðrildi, 30.12.2007 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband