maður er bara búinn áðí eftir tvo heila vinnudaga. alveg. en ég taldi sjálfum mér trú um að það væru bara ennþá jól og náði nokkrum þáttum af dexter, seríu tvö, svona á kvöldin og chillaði.
en sjitt, ekki gaman að vakna eldsnemma. skiluru ha...
meiningin var að við feðgar yrðum allir þrír hér um helgina og tækjum áramótin með trompi í komandi drulluveðri, en eldra eintakið beilaði og ætlar að vera i móðurfaðmi fyrir austan....
...þannig að við erum hér tveir og drengurinn heimtar að heimsækja sölustaði björgunarsveitanna strax í kvöld, en á morgun segir sá lati sko..
hann safnaði sér í tvo sjóði í fyrra. á ellefta árinu. veiðisjóð og flugeldasjóð. fór svo sæll og glaður (eftir að hafa eytt veiðisjóðnum auðvitað um sumarið) og keypti bombur fyrir sautján þúsund. og bætti svo meiru við.
nú er það ívíð meiri hógværð, enda sjóðurinn ekki eins gildur. en samt, halló sko.
það er prinsipp að kaupa hjá björgunarsveitunum, bara svo þið vitið það. prinsipp hér á bæ. ef þú kaupir hjá einhverjum dúdda út í bæ sem er að græða bigtæm, þó hann sé með gylliboð, þá gerir hann ekki rassgat ef þú týnist upp á fjöllum. nú eða dettur í sjóinn eða eitthvað.
þess má geta að alexander ingvarsson, sonur bróðurómyndar, sem var skírður i hausinn á alex lifeson, gítarleikara rush, varð sextán vetra í gær. sextán. sem segir manni að litli bróðir manns sé orðinn gamall. sem segir manni einmitt að... eitthvað. sjitt. en til hamingju alex.
það voru joe boxer jól hjá okkur öllum feðgum þannig að við elsti og yngsti spókum okkur um í jóa og kíkjum í tölvu, playstation, horfum á sjónvarp og hlustum á útvarp. enda sagði ég við drenginn að hann væri þriggja manna maki og honum fannst það viðbjóðslegt.
að segja að hann væri giftur þremur mönnum væri ljótt..
annars fékk ég jóa box, kalvin klein, konfekt, rauðvín, rush og hjálma, baunadós, leedstreyju, kort í kringlu og tíuþúsundkróna eldsneytisúttekt frá uppáhaldsfrænkum jófý og ingu rún, svo ég kæmi oftar í heimsókn. þetta fannst mér til mikillar fyrirmyndar og eftirbreytni.
svo fékk ég bók sem heitir þrjátíuþúsundárasagalistarinnar og var, eins og gefur að skilja, ógeðslega stór og feit. ég er samt ennþá lítill, en feitari í dag en á þollák...
toppaði ekki barnsmæður, gáfu annarsvegar myndavél og hinsvegar psp. drengirnir ánægðari með mæðurnar en pabban núna, en ég reyndi samt, úr og dvd og cd og bækur og syngjandi jólasveinn og after shave balm, já after shave balm... og ég veit ekki hvað og hvað. en tapaði...
það er hugurinn sem gildir. eru ekki allir orðnir gildir, annars???
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
malacai
-
annaeinars
-
atliar
-
aua
-
ormurormur
-
asdisran
-
astasoffia
-
birgitta
-
bjb
-
gattin
-
baenamaer
-
bestfyrir
-
tilfinningar
-
borkurgunnarsson
-
einarolafsson
-
eirikurbriem
-
ma
-
fanneybk
-
arnaeinars
-
vglilja
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnarb
-
gunz
-
hoax
-
nesirokk
-
veravakandi
-
heida
-
rattati
-
hemba
-
hilmir
-
kht
-
disdis
-
hlynurh
-
don
-
ghostdog
-
tru
-
jahernamig
-
ingvarvalgeirs
-
jevbmaack
-
jensgud
-
johannbj
-
jarnar
-
jon
-
lundi
-
lauola
-
meistarinn
-
marinomm
-
pala
-
peturorn
-
siggagudna
-
sigurdursig
-
snorris
-
ipanama
-
urkir
-
thoraasg
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ahahaha... þú ert allveg met....... hvað er þetta með karlmenn og "spók" á nærbuxum um alla íbúð........
...og það í grúppu........ ég er nú bara aumur iðjuþjálfi en þessa grúppþerapíu kannast ég ekki við..... þó að hún sé stunduð innan ramma fjölskyldunnar.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 30.12.2007 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.