Gunz með gullið á jólamóti Vinjar
Hrókurinn og Skákfélag Vinjar héldu jólamót sitt mánudaginn 17. des. 10 manns mættu og var mótið býsna sterkt enda glæsilegir vinningar í boði frá bóka- og tónlistarútgáfunni SÖGUR.
(gunnar stillir upp, magnús stillir klukkuna)..
Tefldar voru fimm umferðir og var umhugsunartími sjö mínútur. Talsverð spenna lá í loftinu enda mönnum meinilla við að tapa, eins og gengur.
Að loknum þremur umferðum var gerð kaffipása, enda bornar í keppnisfólkið smákökur og jólailmurinn sveif um í stofunni. Piparkökur, trúfflur og fleira léttmeti..
Fyrir mót var ákveðið að verðlaunapeninga fengju þeir sem voru með undir 2000 elo stigum, þar sem von var á nokkrum fræknum kempum sem eiga fullt af medalíum. Allt of mikið, sumir....Flestir forfölluðust vegna mikillar vinnu eða hinnar alræmdu desemberflensu. Stórmeistarinn Henrik Danielsen, sem er einn þeirra sem hafa verið með æfingar í Vin undanfarin ár, keppti því sem heiðursgestur og hafði hann að lokum sigur í öllum sínum skákum en fékk þó veglega mótspyrnu.
Sigurvegari jólamótsins varð að lokum Gunnar Freyr Rúnarsson, fyrirliði hins alræmda Víkinga-og Kínaskákklúbbs, sem verið hefur í banastuði undanfarna mánuði. Hann er félagi minn og bloggvinur www.gunz.blog.is
Fékk hann fjóra vinninga og gullið, sem að venju var sótt í smiðju eins af heiðursfélögum Hróksins, Árna Höskuldssonar, gullsmiðs.
Annar varð hinn öflugi Björn Sölvi Sigurjónsson með þrjá og hálfan og bronsið hlaut Rafn Jónsson, með tvo og hálfan. Sigurjón Þór Friðþjófsson varð í fjórða sæti, einnig með tvo og hálfan vinning. Hann er sko líka félagi minn og fyrrum starfsbróðir, fornfrægur knattspyrnukappi, forseti Dylanklúbbsins og útvarpsmaður geðþekkur, www.sion.blog.is
Allir þátttakendur fengu nýútkomnar jólabækur í vinning frá úrgáfunni SÖGUR, m.a. Hníf Abrahams, eftir Óttar Norðfjörð, sem trónir hátt á metsölulistanum fyrir þessi jól.
Skákstjóri var Kristian Guttesen.
Flokkur: Bloggar | 18.12.2007 | 12:52 (breytt kl. 12:53) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
malacai
-
annaeinars
-
atliar
-
aua
-
ormurormur
-
asdisran
-
astasoffia
-
birgitta
-
bjb
-
gattin
-
baenamaer
-
bestfyrir
-
tilfinningar
-
borkurgunnarsson
-
einarolafsson
-
eirikurbriem
-
ma
-
fanneybk
-
arnaeinars
-
vglilja
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnarb
-
gunz
-
hoax
-
nesirokk
-
veravakandi
-
heida
-
rattati
-
hemba
-
hilmir
-
kht
-
disdis
-
hlynurh
-
don
-
ghostdog
-
tru
-
jahernamig
-
ingvarvalgeirs
-
jevbmaack
-
jensgud
-
johannbj
-
jarnar
-
jon
-
lundi
-
lauola
-
meistarinn
-
marinomm
-
pala
-
peturorn
-
siggagudna
-
sigurdursig
-
snorris
-
ipanama
-
urkir
-
thoraasg
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er mjög ánægður með Hníf Abrahams. Flott bók, sem er skrifuð eftir ákveðinni formúlu. Ekkert út á það að setja. Gott fyrir EGÓ-ið að slútta árinu með bókaverðlaun.
Flott mynd af Gunna & Magga
Gunnar Freyr Rúnarsson, 19.12.2007 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.