glötuð sambönd bæta hressa og kæta

 

hjálpaði mumma vini mínum að flytja í dag. hann flytur alltof oft.... svo innanhússfótbolti og arnar litli bara alveg búinn og henti sér í sófann.

horfði á síðasta þáttinn af the state within, það eina sem ég nenni að horfa á í sjónvarpinu. fyrir utan hrútin hrein auðvitað. og laugardagslögin þegar dr.spock syngja svo fagurlega ásamt ragnheiði gröndal, birgittu og magna.

var að lesa fram nótt og ætla að klára hliðarsporin hans ágústs borgþórs sverrissonar núna. hún er bara helvedde fín og ég þýt í gegnum þetta. fjallar um miðaldra dúdda sem hafa verið giftir ótrúlega lengi og í ótrúlega óáhugaverðum hjónaböndum.

en lenda í því, já lenda bara í því.... að fara að flörtast við sér miklu yngri konur. og vita sko ekki baun hvernig á að höndla það.´

sem single dúdd hef ég afskaplega gaman af því einmitt að lesa um menn í glötuðum samböndum því þá líður mér svo miklu betur með lífið og tilveruna. jamm, bara miklu betur sko.

en held áfram að lesa um miðaldra gaurana sem eru alltaf að lenda í einhverju....

GGGGRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Arnar! Af lestri þessarar sem og annarra bloggfærslna hjá þér ætla ég að þú sérst hinn besti bókaormur...... Sem er ekkert nema gott þar sem þú hressir, bætir og kætir hugann með lestrinum. Singúl dúdds eru líka góðir!!

Mundu bara orð konu einnar........."Minn tími mun koma!"

Ingunn (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 04:02

2 identicon

Ég setti þetta comment inn hjá henni Lindu Ósk þar sem hún dásamar gók Bergþórs Pálssonar, mér finnst þessi athugasemd bara vel eiga inni hér líka  " Hummm kannski hann Arnar ætti nú að fá sér þessa bók " Borðsiðir og veisluhöld " og nýta sér það sem þar er næst þegar púkarnir hans koma til hans, þeir gætu orðin hissa á karlinum , ef hann væri búinn að dekka upp borðið eins og  "sjarmatröllið " hann Bergþór Páls ". Hver veit nema þú finnir bara hinn helmingin af þér , konuna í sjálfum þér  , ég hef nebbla lesið bók líka og þar var einu sinni talað um yng og yang í okkur eða e-h svoleiðis.

Gulla (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 09:16

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

singúl er alltaf betra en glatað.. en maður veit ekki hvort það sé glatað nema að maður prufi.. það er enginn sem neyðir mann að vera í dauðadæmdu og glötuðu sambandi... ég vorkenni þar með ekki þessum umræddu karakterum sem og fólki í real life sem þykjast vera stuck...

það er bara saaad

Guðríður Pétursdóttir, 5.12.2007 kl. 22:12

4 identicon

Sammála síðasta skrifara.

Ingunn (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband