alexander norberg á hótel borg

 

hótel borg eftir nicola lecca. 

 skemmtileg bók og pínulítið öðruvísi. skrifuð af ítala sem hefur verið á íslandi nokkrum sinnum á nokkrum árum. 

 bókakápa:

heimsþekktur hljómsveitarstjóri hafnar æðstu metorðum innan tónlistarheimsins og ákveður að setjast í helgan stein. en fyrst ætlar hann að halda mikilvægustu tónleika lífs síns.

þetta er semsagt alexander norberg sem hafnar starfi sem allir þrá og segist bara ætla að hætta. en hann ætlar svo sannarlega að halda lokahóf, ef hóf skyldi kalla...  

hann fær til liðs við sig söngstjörnurnar rebekku lunardi, sem stendur á hátindi ferils síns, og barnastjörnuna marcel vanut, sem þekkir ekkert annað en sönginn og heim fullorðna fólksins. tónleikarnir skulu haldnir í dómkirkjunni í reykjavík.  

eftir smá inngang í sögunni, þar sem aðallega líf hans oskars frá gautaborg er rakið og hrifning hans á áðurnefndum alexander norberg, lifnar heldur betur yfir sögunni, allavega mér, því allt í einu er stefnt til reykjavíkur frá hinum ýmsu stöðum evrópu. nicola lecca lýsir landi og þjóð með augum túristans og það er bráðskemmtilegt að lesa pælingar hans um grindavík, grímsey og fleiri staði. 

 höfuðborg íslands verður skyndilega í brennidepli heimspressunnar. nöfn örfárra útvaldra eru dregin af handahófi úr símaskránni, og fá þeir miða á tónleikana í kirkjunni. þeirra á meðal er hinn hetjulegi hákon, sem öslar ber að ofan um skemmtanalífið allar helgar og á fleiri börn en fólk hefur tölu á. sænskur aðdáandi hljómsveitarstjórans stendur með skilti fyrir utan dómkirkjuna dögum saman og lýsir sig reiðubúinn að gera hvað sem er fyrir miða á tónleikana. hvað sem er. 

 jamm, þannig er nú það. best að vera ekkert að segja mikið meira en ég hafði gaman af og aldeilis fín jólalesning fyrir þá sem ekki eru að drepast úr stressi yfir matargerð, matarboðum og fatavali fyrir uppákomur þessa örfáu daga sem flestir fá frí.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband