man þegar ég var svona tíu ára. bjó í víðilundinum. var í fótbolta við neðsta raðhúsið í akurgerðinu. vorum með fótboltalið. úva (úrvalslið víðilundar og akurgerðis). spiluðum við hin hverfin.
annað markið var tvær peysur. hitt var þvottasnúrurnar. og ég var í marki. jebbs, þeim megin.
það kom skot, algjör dúndra. sennilega frá óla gumm (nema það hafi verið maggi siguróla, eða ármann sem er orðinn þingmaður. nú eða nonni vídalín). og ég skutlaði mér og skall með hausinn í þvottasnúrunum. eða réttara sagt járninu sem hélt uppi snúrunum sko.
sá stjörnur. alveg heilu stjörnuhvolfin bara. eins og í andrésblöðunum...
klukkan var svona hálfsex. ég trítlaði heim og enginn heima - vniktonía dóma, muniði!
klukkan var þá kortér í og barnatíminn átti að byrja klukkan sex. ég stillti bara eldhúsklukkuna á sex og kveikti á sjónvarpinu.
klóraði mér svo heillengi í kúlunni á hausnum og skildi ekkert í því af hverju ég þurfti að bíða svona lengi eftir að barnatíminn byrjaði ha....
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
malacai
-
annaeinars
-
atliar
-
aua
-
ormurormur
-
asdisran
-
astasoffia
-
birgitta
-
bjb
-
gattin
-
baenamaer
-
bestfyrir
-
tilfinningar
-
borkurgunnarsson
-
einarolafsson
-
eirikurbriem
-
ma
-
fanneybk
-
arnaeinars
-
vglilja
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnarb
-
gunz
-
hoax
-
nesirokk
-
veravakandi
-
heida
-
rattati
-
hemba
-
hilmir
-
kht
-
disdis
-
hlynurh
-
don
-
ghostdog
-
tru
-
jahernamig
-
ingvarvalgeirs
-
jevbmaack
-
jensgud
-
johannbj
-
jarnar
-
jon
-
lundi
-
lauola
-
meistarinn
-
marinomm
-
pala
-
peturorn
-
siggagudna
-
sigurdursig
-
snorris
-
ipanama
-
urkir
-
thoraasg
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
..... og þú hefur ekkert breyst....
Fanney Björg Karlsdóttir, 20.11.2007 kl. 20:59
skarpur....
Guðríður Pétursdóttir, 20.11.2007 kl. 22:06
og arnar, þarna kjáninn þinn. þetta heitir snúrustaurar en ekki járn sem heldur uppi þvottasnúrunum. hvurslags vitleysa er þetta. ennþá vankaður barasta.
járn sem heldur uppi þvottasnúrunum.... ég á bara ekki orð yfir vitleysunni. algjör.
arnar valgeirsson, 21.11.2007 kl. 00:44
Ég man eftir vniktonía doma. Reyndar einu orðin sem ég kann í rúmensku.
Þetta sýnir að fóbbolti er stórhættuleg vitleysa sem á að banna með öllu... allavega túmat og steiktum. Menn fá bara höfuðhögg og ruglast í hausnum um alla framtíð. Kjósa kommana og alles. Allt bévítans fóbboltanum að kenna. Svo verða menn svo úberruglaðir að þeir meira að segja halda með Leeds, sem er á svipuðu róli og fóbboltafélagið MAgni frá Grenivík. Haldénú.
Ingvar Valgeirsson, 21.11.2007 kl. 20:26
Já, man eftir svona þegar ég var yngri.
Allt notað til að búa til mörk. Svo skaut kannski einhver að markinu og hrópaði Mark! "Nei hann fór yfir" Endalaust hægt að rökræða hvort boltinn hafi farið inn eða ekki.
Yndislegur tími.
Marinó Már Marinósson, 22.11.2007 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.