í minningu lunda

 

sá að bensínið er komið í 130,7 krónur takk fyrir. 95 oktan ef maður dælir sjálfur. djöss glæpamennska barasta. man ekki eftir að þetta hafi verið svona dýrt áður. og hefur þó ekki verið ódýrt ha.

annars skrapp ég aðeins á listsýningu í dag. auga fyrir auga á hverfisgötunni. snilldarsýning sem auðvitað klárast í dag. ungur listamaður, ásgeir minnir mig, hefur tekið myndir af lundum, mest hér í nágrenni reykjavíkur, akurey og víðar, og prentað á striga. hann hefur pælt í lundanum að undanförnu og þeir eru sko í bráðri lífshættu og fáar pysjur komast á legg. flottar myndir.

http://www.puffinmemorial.com/

það er hellingur að gerast í listalífinu sko. ekki bara uppskrúfaðar sýningar í stóru galleríunum. takk fyrir það jebbs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Já hvað er í gangi með bensínið , ég dældi ( alveg sjálf ) á kerruna mína í gær og borgaði 6.800 kr. fyrir það . Þetta gengur ekki lengur maður verður bara að fara að mótmla og ganga , en ég geri ekki mikið mein ein með að leggja bílnum og ganga þannig að ég skora á þig Arnar að ganga líka , með því eru olíufélögin að tapa allavega 20 þús á mánuði. Sjáið nágrana lönd okkar þar tekur fólk höndum saman og leggjast á eitt í að mótmæla ( í þessu til felli getum við lagt til fótana ) , hvernig væri að við stæðum við okkar orð , ekki bara vera úti í horni og tuða en látum bjóða okkur allt . Arnar þú kemur þessari umræðu af stað og ég bara missi mig sorry.  Þú verður að comentera á bloggið hjá henni Lindu Ósk varðandi Köben ferðina hennar, hún er frábær. 

ps. ég verð að fara að skipta um mynd af mér  , ég myndast ekki vel svona framan á

Gulla (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 12:52

2 identicon

en lundinn er svo góður á grillið :)

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband