vangalög og aðrar minningar.... drykkju og ekki.

 

maður á alltaf sín lög. svo á maður lög með fólki. sum lög minna mann á fólk. það er bara svona sko.

bob dylankomst að því um helgina að hurricane með dylan er lag skákíþróttafélags stúdenta við háskólann í reykjavík. ekki spurning. svo er annað dylan lag, I and I, sem minnir mig á scoresbysund þar sem fengum okkur rauðvín og bjór í vor. hlustuðum á tónlist. mikið á I and I...

í tvítugsafmæli mínu, fyrir - var ekki einhver sem sagði að tími væri afstæður ha - ja, allavega, ekki svo ógeðslega mörgum árum síðan, nokkrum, afstæðum nokkrum, hlustuðum við félagarnir á "it´s my life" með talk talk tvöhundruð sinnum. næstum. ég og kristján og svenni. lagið hefur loðað við frænda minn og vin, stjána bjarna, síðan. svenni er meiri genesiskall. allt með genesis minnir mig á svenna. þó stjáni sé það líka. talk talk

þó rush minni mig alltaf á ingvar þá var það skapti sem kom mér upp á lagið. með plötunni signals. rush minnir mig á skapta.

við auður áttum saman "nothing compares to you" sem prince samdi. og sinead söng. svo hættum við sambandinu. hef varla heyrt lagið síðan, svona ef maður pælir í því..

svo hefur maður átt eitt og eitt með einhverjum tjell.. aðallega á yngri árum. nú er það meira að lesa og horfa á myndir og tölvan og svoleiðisssssss.........red red wine með ub40 og svona. vangalag sko... i den.

garynuman02ég á cars með numan aleinn. sá það í sjónvarpinu þegar ég var unglingsbarn og keypti mér "the pleasure principle" plötuna um leið. svo tuttuguogtvær plötur með numan síðar. jebbs, þannig er nú það.

heaven and hell með black sabbath eru sævar og jói þegar við unnum saman á grundarfirði. algjörlega.

hvaða lag átt þú ha? og með hverjum, ha? opnaðuðig bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég hélt að Busi frændi hefði komið þér upp á Rush...

Sjálfur á ég bara Puff the Magic Dragon með Peter, Paul and Mary.

Ingvar Valgeirsson, 31.10.2007 kl. 16:58

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ég á tvö lög sem minna mig helst á syni mína..

Crazy með Gnarls Barkley á  Hörður þar sem það var á tímabili hans uppáhaldslag. Hann söng með laginu með headphones á hausnum eins hátt og hann gat, "kunni" textann svona 35 prósent og er nokkurnveginn alveg laglaus... Þetta var það krúttlegasta ever..

Svo var eitt lag sem Flókimon sofnaði samstundis við þegar hann var yngri. Hann var stundum erfiður á næturnar og grét mikið, erfitt að fá hann til að sofna en þegar ég kveikti á Falling awake með Gary Jules þá steinþagnaði hann og eftir smá stund var hann sofnaður

Þetta var sniðugt blogg og ég ætla að herma og gera svona einhverntíman bráðlega

Guðríður Pétursdóttir, 31.10.2007 kl. 18:31

3 Smámynd: Helgi Már Barðason

Gary Numan, já. Það var nú meiri karlinn. Cars er magnað lag. "It's My Life" með Talk Talk heillaði mig upp úr skónum á sínum tíma. Ég á mér mörg lög, en alltaf fer um mig fiðringur þegar ég heyri Soft Cell og "Tainted Love". Fyrsta vangalagið? Líklega "Love Hurts" með Nazareth.

Helgi Már Barðason, 31.10.2007 kl. 20:23

4 identicon

Jájá.

"We Are Family" minnir mig á þig. Haha. Ferðalagslagið okkar.

Jökull Logi Arnarsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 23:32

5 Smámynd: arnar valgeirsson

sagan á bakvið we are family... var að keyra piltinn heim á stokkseyri. hann var yngri þá en nú. og ég líka... sungum hástöfum. í fíling. en allt í einu var skilti sem á stóð "vestmannaeyjar". sjitt.... gleymdi að beygja að stokkseyrarbakka og lentur i þorlákshöfn. syngjandi we are family... jabbs, maður getur gleymt sér við góða tónlist.

er tekið annað slagið á leiðinni austur.

hvernig gat ég gleymt sister sledge.. sjitt.

arnar valgeirsson, 31.10.2007 kl. 23:46

6 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hahahha þetta fannst mér fyndið

Guðríður Pétursdóttir, 31.10.2007 kl. 23:47

7 identicon

Lögin Party Girl og Sunday Bloody Sunday með U2 minna mig alltaf á rútuferðirnar á sveitaböllin hérna í denn.

Ingunn (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 00:24

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það má taka fram að Gary Numan, uppáhald Arnljóts, er einmitt bróðir Paul Doguglas Webb, bassaleikara Talk Talk. Heldénú.

Ingvar Valgeirsson, 2.11.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband