ingveldur afmælisómynd

ingveldur, aka bróðurómynd, aka ingvar valgeirsson, bloggóvinur á afmæli í dag. gott á hann. hann er nánast kominn á miðjan aldur. gott á hann og gott á hann.

það sem verra er, er það að ég er stóri bróðir hans. og reyndi ekki einu sinni að ala hann upp, sem sést á bullinu í drengnum, ævinlega hreint. nema hann hefur ágætis tónlistarsmekk og á ágætisbörn, þannig að hann hefur hitt á ágætis tjellingar til fyljunar.

ætla samt að óska honum opinberlega til hamingju með daginn og vona að hann fái eitthvað almennilegt að éta. nú eða drekka. nú eða bæði bara. endilega sendið honum blóm. hann er svo  mikið fyrir afskorin blóm. og styttur. blóm eða styttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

þori ekki að skrifa um þetta vegna innihalds. og auðvitað þess að þetta er á visipunkturis pissogpelamál. en með fullri virðingu.. samt fyndið sko.

http://www.visir.is/article/20071027/LIFID01/71027029

arnar valgeirsson, 27.10.2007 kl. 18:38

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þakka þér fyrir, þú aldraða kommúnistasvín. Þú ert ágætur þrátt fyrir að vera rammheiðinn og guðlaus kommatilli.

Ljóðabálkur Baggalúts er tær dásemd og ætti að notast til kennslu í skólum.

Ingvar Valgeirsson, 27.10.2007 kl. 20:28

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ég fer nú eiginlega að kenna í brjósti um móður ykkar bræðra.... hún hefur örugglega ekki átt sjö dagana sæla þegar þið voruð að alast upp... þ.e.a.s. ef þið hafið hagað ykkur eitthvað í líkingu við það hvernig þið hagið ykkur í dag.... því óska ég mömmu ykkar til hamingju með að þið skuluð báðir vera fluttir og komnir út í lífið.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 27.10.2007 kl. 20:40

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

 Hann fær snaróða styttu frá mér.

Anna Einarsdóttir, 27.10.2007 kl. 22:58

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það má alveg vorkenna móður okkar, eignast svona kommasvín og heiðingja eins og eldri bróðurómynd mína og forljótt kvikindi eins og litla bróður okkar. Þakka Almættinu fyrir að blessa hana með svona gullfallegu og hægrisinnuðu miðjubarni eins og mér.

Reyndar verður að telja Litla-Ljót bróður okkar það til tekna að hann var sá eini sem nennti að læra eitthvað að ráði og er múrari í dag. Arnljótur má líka eiga það að hann er smekkmaður á tónlist og á ég honum talsvert að þakka hvað óaðfinnanlegan tónlistarsmekk minn varðar.

Hvorugu ófétinu tókst samt að læra á hljóðfæri svo neinu næmi, ég var víst sá eini sem nennti að eyða tíma í svoleiðis - eða var nógu vitlaus til að halda að þeim tíma væri vel varið.

Ingvar Valgeirsson, 27.10.2007 kl. 23:20

6 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hhmm skrautlegt, til hamingju með hvor annan, þið eruð alveg ágætir,eins ég, ég er ágæt.. við erum samt ekki skyld, vona ég

Guðríður Pétursdóttir, 28.10.2007 kl. 03:46

7 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hvorn annan

Guðríður Pétursdóttir, 28.10.2007 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband