tók hérna alveg beint af panama.is nokkrar staðreyndir um hið öfluga landslið liechtenstein, sem traðkaði á okkar mönnum um daginn. þetta sýnir nú bara hvað við erum í raun í djúpum sko. alveg ofsadjúpum bara.
ég hef varið eyjólf og bent á að hann þurfi tíma o.s.fr. og auðvitað þarf hann það. en það er eins og það sé engin virðing fyrir því sem hann segir og við vorum að farast úr ánægju yfir jafntefli gegn spáni á heimavelli, einum fleiri allan leikinn! ekki gott, ekki gott.
annars var ég að skutla jökli á stokkseyri áðan eftir að við horfðum á mýrina. og gettu hvað... já, það var rigning á heiðinni. alla leið og alla leið heim. pabbahelgi lokið en staðreyndir hefjast...
það má líka bara byrja á númer eitt..og lesa upp.
17. október 2007 var svartur dagur í íslenskri íþróttasögu, en þá náði íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þeim stórmerkilega áfanga að tapa 3-0 á móti dvergríkinu Liechtenstein. Niðurlægingin var algjör og eru eflaust margir á því að það þurfi að fara heil 40 ár aftur í tímann til þess að finna viðlíka skammarleg úrslit, en þá töpuðu Íslendingar 14-2 fyrir Dönum eins og frægt er. Liechtenstein er frægt fyrir allt annað en að geta eitthvað í knattspyrnu. Björn Bragi Arnarsson tók saman nokkrar staðreyndir sem gefa góða mynd af því hversu hrikaleg þessi úrslit eru í raun og veru.10.
Liecthenstein er 160,4 ferkílómetrar að flatarmáli og þar búa um 34.000 manns - örlítið fleiri en í Kópavogi. Ísland er 103.000 ferkílómetrar að flatarmáli og hér búa um 313.000 manns. Það þýðir að Liechteinstein er u.þ.b 640 sinnum minna og níu sinnum fámennara en Ísland.
9.
Í Liecthenstein er engin knattspyrnudeild. Sjö fótboltalið er hins vegar að finna í þorpum ríkisins en þau leika öll í neðri deildunum í Sviss, sem er nágrannaþjóð og stóri bróðir Liechtenstein.
8.
Thomas Beck, sem skoraði tvö af mörkum Liechtenstein í leiknum, leikur með liði í þriðju deild í Austurríki sem heitir Blau-Weiß Feldkirch. Ef Blau-Weiß Feldkirch léki á Íslandi er ólíklegt að það ætti roð í nokkurt lið í Lansbankadeild karla. Annars leikur meirihluti landsliðsmanna Liechtenstein í 2. og 3. deild í Sviss.
7.
Byrjunarlið Íslands var skipað leikmönnum úr efstu deild á Englandi, Spáni, Ítalíu, Hollandi, Noregi og Svíþjóð.
6.Liechtenstein er í 164. sæti yfir bestu landslið heims samkvæmt Elo-skalanum, sem mælir styrkleika landsliða. Í sætunum fyrir ofan eru fræknar knattspyrnuþjóðir á borð við Grenada, Saint Lucia, Svasíland og Zanzibar. Ísland er í 106. sæti á þessum lista.
5.
Landslið Liechtenstein er það eina sem hefur nokkru sinni tapað fyrir landsliði San Marino. Það gerðist 28. apríl 2004. Það er eini leikurinn sem San Marino hefur unnið í sögunni, en liðið tapar leikjum að jafnaði með 4-5 marka mun.
4.
Stærsti sigur sem landslið Liechtenstein hefur unnið var gegn Lúxemborg 13. október 2004. Þá vann Liecthenstein 4-0 og voru því einu marki frá því að jafna metið í leiknum gegn Íslendingum.
3.
Stærsti ósigur Liechtenstein átti sér stað 9. nóvember 1996 þegar liðið tapaði 11-1 á heimavelli fyrir Makedóníu. Makedóníumenn hafa í gegnum tíðina þótt svipaðir að styrkleika og íslenska landsliðið.
2.
Frá árinu 1982 til ársins 2002 - á heilum 20 árum - vann landslið Liechtenstein aðeins tvo leiki og skoraði að meðaltali eitt mark á ári. Annar leikjanna sem liðið vann var 2-1 sigur á móti Azerbadsjan árið 1998. Eftir þann leik liðu svo fjögur ár án þess að Liechtenstein skoraði mark í leik.
1.Fyrir nokkrum árum ákvað breski rithöfundurinn Charlie Connelly að skrifa bók um landslið Liechtenstein, vegna þess að honum þótti það svo stjarnfræðilega lélegt. Connelly fylgdi landsliðinu eftir í undankeppninni fyrir HM 2002 og skrifaði um reynslu sína í bókinni Stamping Grounds: Liechtenstein's Quest for the World Cup. Í þeirri undankeppni tapaði Liechtenstein öllum leikjum sínum og skoraði ekkert mark.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Slakir einstaklingar með góða liðsheild eru betri en góðir einstaklingar með lélega liðsheild.
Flott samantekt!
Hrannar Baldursson, 22.10.2007 kl. 19:43
Þessi bók komin á jólagjafalistann minn...
Guðríður Pétursdóttir, 22.10.2007 kl. 19:52
Nú veit ég meira um fótboltann í Liechtenstein heldur en mig hefði nokkru tíman dreymt um að vita. Gaman að lesa þetta en jafnframt fær mig til að velta því fyrir mér hvert íslenska liðið er að stefna..............hmmmmm. En ég tapa nú samt ekki svefni yfir þessum vangaveltum
Ingunn (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 03:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.