flekkur, arnar smári og auðvitað mamma sko

móðir mín, hún obba, nú eða sigrún björnsdóttir eins og einhverjir vilja kalla hana, tók þá ákvörðun fyrir ekki svo löngu að hætta barasta á vinnumarkaði, eftir aðeins 51 ár þar á bæ. ´

hún hefur verið andlit akureyrar undanfarin ár, tekið á móti gestum á skrifstofum bæjarins, svarað í síma og svoleiðis og fannst bara nóg komið. hún var að vinna á verksmiðjunum, gefjun, iðunn og því dæmi, hjá kea í búðunum og sá um vinnumiðlun um hríð og gerðist tölvuséní svona gengin inn í seinni hálfleik eins og maður segir. en í byrjun vann hún hjá símanum og heldur ennþá sambandi við tjellingarnar sem unnu þar. húsmóðirin lét sér ekki muna um að skokka heim í hádeginu, elda mat fyrir strákana sína og svo mætt aftur klukkan eitt. jebb, og skúraði svo fyrir eitthvað lið svona á kvöldin og um helgar.

ég þakka henni fyrir mína hönd, og held ég bara akureyringa almennt, fyrir vel unnin störf. þau hjónin, sómahjónin, komu okkur piltunum til manns, þó við séum nú eins og við erum.

semsagt, gáfaðir og fallegir en varla taldir miklir viðskiptafræðingar...

pabbi hefur nú aldeilis lagt til sinn skerf, unnið eins og kreisí og gerir reyndar enn og nú á sínum taxabíl og finnst hræðileg tilhugsun að þurfa bráðum að hætta.

það sem mér finnst nú eiginlega fyndið er að mamma trillar oft í vinnuna og svo heim og trillar svo í göngutúr og kíkir á myndlistarsýningar og fer á námskeið og er  svo alltaf jafn hissa á því hvað hún sé lúin á kvöldin. heldur að eitthvað sé að. það er nóg að vera súperwoman í 67 ár. svo gerir maður eitthvað annað.....

gaf henni heilsukodda. vona að hann sé góður þó sennilega hefði ég átt að gefa henni gönguskíði eða hjólaskauta....

arnar smári, stóri strákur en samt litli frændi, viðarssonur, er fimm ára í dag. fimm ára töffari. er örugglega eins og eldflaug akkúrat núna eftir köku-og sykurát en vonandi í glimrandi fíling. til hamingju kæri frændi.

flekkur, sem nú er reyndar látinn, hamsturinn hans atla míns, hefði líka átt afmæli í dag, hefði hann verið meðal vor. held bara fimm ára líka. en hann væri þá orðinn algjör ellikall og lúinn. fékk friðinn bara um miðjan aldur. en til hamingju samt.

svo er komið nýtt vísatímabil. en það skiptir ekki máli því ég er ekki með svoleiðis. allavega ekki nú. en til hamingju með það samt, vísa eigendur. þangað til þið fáið reikninginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Flottur ertu.

Marinó Már Marinósson, 18.10.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband