lögfræðingar og aðrir fasistar

einhverntíma eignaðist ég tvær ljóðabækur eftir jón þorleifsson. held hann sé snillingur. reiður maður. allavega pirraður. önnur heitir hnútukast. hin öllu yfirvegaðara nafni: á haustmánuðum.

samt er hann pirraður þarna á haustmánuðum.

 

Vort freka alþýðuforystulið,

sem fasistar eru í dulargervi,

stendur vörð um stéttafrið,

við sterkra arðræningja hlið,

og þeim hefur verið gefið grið,

gegn að fá viðbót í sinn kvið,

með undirgefni við auðræðið,

alheimsins versta samfélagskerfi,

sem myrðir og þrælkar mannfólkið,

og mest er þörf á að það hverfi.

 

í "á haustmánuðum" orti hann ægilegan bálk og endaði svo á: ´"úff, ég hef eytt hálfum mánuði af lífi mínu í að yrkja þetta". en það er samt gott að eyða smá tíma ef maður fær útrás sko. pottþétt.

en þarna er líka létt skot á ákveðna stétt:

 

Eftir kynni af Íslendingum,

á því tel ég lítinn vafa,

að allra stétta minnsta menntun,

muni lögfræðingar hafa.

 

seg´ekki meir, seg´ekki meir....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

haha, noh, it sounds like he has issues

Guðríður Pétursdóttir, 18.10.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband