"tengsl byggingaverktaka og stjórnmála eru einkennileg fyrirbæri, sérstaklega vegna þess að þau komast á í gegnum prófkjörin. þeir sem taka þátt í prófkjörum þurfa að smala saman miklu fé. í sveitastjórnarkosningum eru þetta mennirnir sem jafnframt munu gefa leyfisveitingar til verktaka. ég veit að verktakar hafa verið mjög rausnarlegir við ýmsa frambjóðendur....ég veit einnig af frambjóðendum sem hafa neitað að taka við fé frá verktökum"
hó.
langar að deila aðeins viðtali sem var í blaðinu, sem var og hét, nú 24 stundir, á laugardaginn fyrir viku. þar talar hún kolla við snorra frey hilmarsson, leikmyndahönnuð og formann torfusamtakanna.
"miðbærinn hefur mikinn karakter og mikið aðdráttarafl, sem gömul hús eru hryggjarstykkið í" segir snorri og er ekki glaður með að bissnissmenn vilji "rífa gamla draslið" og fylla svo upp í eyðurnar, með hrikalega stórum kössum. hann vill líka meina að með því að fórna gömlu byggingunum og reisa ný, þar sem á að koma að nógu andskoti mörgum fermetrum fyrir, tapist allveruleg viðskiptatækifæri, því "hver nennir að keyra framhjá tveimur verslunarmiðstöðvum til að heimsækja þá þriðju" segir hann og meinar væntanlega magasínið sem björgólfur vill byggja, enda búinn að kaupa hálfan laugaveg og líka hverfisgötuna.
í london til dæmis eru viðskiptajöfrar að eyða gríðarlegum peningum í að byggja upp húsin við regent street og sjá viðskiptatækifæri í að halda við hinu forna lúkki, fremur en henda upp nýjum húsum.
snorri freyr, sem virðist nú fremur ungur maður, segir einmitt að hann hafi sem drengur fengið gríðarlegan áhuga á bernhöftstorfunni og verndun hennar, en það voru sko öfl, ekki fyrir svo löngu, sem vildu "gamla draslið" burt og byggja nýtt (þannig að þá væri fullt af moggahúsum þarna niðurfrá).
sjitt, segi ég bara, ef það hefði gerst. þessi hús setja svo sannarlega skemmtilegan svip á bæinn og nú, sérstaklega eftir brunann þarna niðurfrá, hafa komið ýmsar hugmyndir um miðbæinn og hvernig hægt er að splæsa saman gömlu og nýju með bara býsna glæstum árangri. snorri er ánægður með þróun í þá áttina og ég líka. fatta ekki alveg þetta með að rífa og tæta eins og hægt er til að byggja fimm hæða verslunarhúsnæði þarna. halló, eru allir að tapa sér, ennþá ha?
geri orð snorra bara að mínum þegar hann segir: " ég vil sjá miðborg þar sem menn vinna með þær menningarlegu forsendur sem eru í borginni... við þurfum að ná áttum og skapa heildarsýn. við þurfum að hrökkva frá þeim hugsunarhætti að gamla bænum þurfi að skipta út fyrir nýjan. besta og verðmætasta uppbyggingin er sú að vinna með gamla bæinn en líta ekki á hann sem hreppsómaga. hann er nythæsta kýrin í fjósinu."
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En ber honum ekki lagaleg skylda, ef hann veit af þessu ólöglega athæfi, til að segja frá hverjir þessir mútuþegar eru?
Eða er hann Snorri kannski bara að hagræða sannleikanum til þess að líta betur út sjálfur?
Ingvar Valgeirsson, 15.10.2007 kl. 11:22
það er ekkert ólöglegt athæfi hér, væni minn. þú ert bara litaður af íhaldinu londonska.
verktakar geta alveg verið rausnarlegir við frambjóðendur. það er ekkert sem bannar það, annað en kannski siðleysi. svo er held ég hámark, opinberlega, 300 þús kall.
hann segist einfaldlega vita um fólk sem ekki vill þiggja fé frá verktökum svo ekki sé hægt að núa þeim því um nasir...gott hjá þeim og lestu betur. þetta er á íslensku en ekki ensku....
arnar valgeirsson, 15.10.2007 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.