fór í bíó, á kvikmyndahátíð sko. meeting the resistance, um uppreisnarfólk í írak. gegn hverjum? ghanabúum? neibbs, könum auðvitað. held barasta að myndin sé gerð af tveimur könum, kalli og tjellingu sem fóru að kanna þetta mál og margir voru til í viðtöl, en sást reyndar ekki í hausinn á þeim. þetta er náttúrulega þvílík skelfing þarna og kanarnir ekki sýndir sem englabossar. þó maður sé nú ekki alveg alltaf sammála allahfólkinu þarna austurfrá þá ber ég virðingu fyrir þeim sem berjast með kjafti og klóm fyrir land sitt. súnnítar og sjítar, fjandvinir, sameinast þarna gegn þvílíkum yfirgangi að maður fær bara pjúk í hálsinn.
það var í desember 2003 sem einhver virðulegur býrókrati og repúblikani með blátt bindi sagði: "ladies and gentlemen, we´ve got him" og átti við saddam kallinn. en þetta átti víst að ganga út á það semsagt. og liðið er þarna enn. og það er sko stríð. busharinn er ennþá að fría írakana sko....
en lufsaðist svo á djöflíners þar sem ingvar lillibró og ingi valur, kenndur við tónabúðina og kenndur við sixties, þó ekki kenndur þvi hann drekkur ekki lengur brennivín, spiluðu og sungu. þarna var ekkert sérstaklega fjölmennt en þó nokkuð góðmennt. eiki sem las í lófa sínum að... og svo gulli gítarhetja falk, járnabindingamaðurinn vígalegi sátu þarna og þjóruðu og bjóruðu ásamt fleirum. gulli er semsagt i tveimur grúppum núna, dark harvest sem hann segir að sé svona melódískt þungarokk, en aðrir myndu segja að væri álíka metall og blikksmiðja full af gaddavírsrúllum, og svo audio nation, sem hann segir að sé rólega bandið, en aðrir myndu segja að væri melódískt þungarokk....
en toppurinn var að ég trillaði inn akkúrat þegar pétur örn, kenndur við jesú hér áður fyrr og nú kenndur við endurvinnslu, og matti, kenndur við konuna sína.... og líka papana, spiluðu og söngluðu glæsilega the wizard með uriah heep, sem er jú akkúrat, uppáhaldslagið mitt sko.
annars hef ég séð fjórar myndir á kvikmyndahátíð á fjórum dögum, fyrst screamers sem ég hef pikkað um, svo import-export um frekar ömurlegt líf úkraniskrar hjúkrunarkonu sem fer til austurríkis, og frekar ömurlegt líf austurrísk öryggisvarðar sem flytur til úkraníu, nú eða úkraínu.... bæði falleg mynd og ljót og situr í manni. í gær sá ég hinsvegar myndina steypa, um unga íslenska nútímalistamenn og var það stuð.
jamm, steypa, hjúkka, írakar og armenar, gaddavír og ari scroeder sem ég hitti fyrir utan amsterdam. ekki skrýtið því hann á staðinn bara held ég. svei mér þá alla daga...
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvikmyndahátíð schmikvindahátíð - mig langar bara að sjá þrí tenn tú júma og sjúttemöpp.
Ingvar Valgeirsson, 5.10.2007 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.