kvaddi yfirmann minn til sjö ára, hana guggu, í dag. algjör toppmanneskja og ég á eftir að sakna hennar. ekki gott þegar maður er að mæra yfirmann sinn svona opinberlega en stundum er það bara svona. ekki allir yfirmenn pein sko...
vann með guggu fyrir löngu á landspítala og nú undanfarin sjö ár í vin. afskaplega vönduð manneskja, hugsjónakona með ríka réttlætiskennd. flokksbundin. jebbs; vinstri hreyfingin-grænt framboð....
svo er hún gift honum einari ólafs sem er toppmaður. ljóðskáld og þýðandi, bókasafnsfræðingur og bara ég veit ekki hvað. þýddi elling. ekki lesið hana en sá myndina. snilld. þó hún sé norsk.
það var veisla fyrir guggu í dag í vin. allir mættir og gjafir og svona.
líka veisla í efstaleiti, höfuðstöðvum rauða krossins. gjafir og svona.... þar hafði starfsfólk staðið í matargerð í alla nótt. agalega dugleg. beikon og egg, amerískar pönnsur með allskyns jukki, hollu og óhollu. veit bara ekki hvað. eða jú, veit það. ís. ís að hætti jóns brynjars. hann er bloggvinur minn og skrifar um ísuppskriftir, ísvélar og er hafsjór af fróðleik. um allan fjandan en þó aðallega ís.
stelpan hún guðbjörg sveins hefur verið í vin i þrettán ár og ég skil sosum vel að hana langi að æða í eitthvað annað. hún er samt alltaf í einhverjum verkefnum hjá rauða krossinum. hefur verið í kosovo. og írak og íran. og súmötru eftir flóðin. líka í palestínu.
en hún gugga hefur semsagt ákveðið að fara að vinna á kleppsspítala, enn og aftur. hún á eftir að hreyfa við liðinu þar. lifi byltingin sko....
fullt af liði kom í heimsókn til að heiðra stelpuna. gott hjá þeim.
tek fram að ég sá að engu leyti um veitingar. enda vinn ég með fólki sem er algjörlega fullfært um það. og ekki nóg með það, þá komu gestir vinjar, þ.e. fólk sem notar athvarfið og hefur einhverntíma lent í einhverjum erfiðleikum í sínu lífi, með pönnsur og dótarí líka.
jamm, veislur og aftur veislur. ekki gaman að kveðja gott fólk þó. bölvað bara.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skil þig vel Arnar minn... það er eftirsjá í Guggu frá Vin..... En við tökum fagnandi á móti henni á Kleppi......
Fanney Björg Karlsdóttir, 28.9.2007 kl. 21:04
Já, það var sárt að kveðja Guggu, mér leiðist alltaf að kveðja góða vinnufélaga.................þetta er náttúrulega bara bölv....eigingirni í manni og ekkert annað Innanlanssviðið stóð sig vel hvað varðar morgunmatinn og LOKSINS var ísinn hans Nonna í boði og get því hætt að kvarta við hann
Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.