sá að björn brynjólfsson er að fara að leikstýra íslenskum sakamálaþætti fyrir imbann, byggðan á aftureldingu hans jóns viktors ingólfssonar. enginn hefur sagt nei af þeim leikurum sem haft hefur samband við, sem er jú jákvætt fyrir björn....
las aftureldingu fyrir jólin í fyrra - nema það hafi verið hitteðfyrra.... man ekki. fannst hún ljómandi skemmtileg. vil samt benda gæsaskyttum að lesa hana ekki fyrr en veiðitímabilinu lýkur.
annars vantar mig bókahillur eða lítill bókaskáp. allt orðið blindfullt og á slatta af bókum sem ég hef ekki komist í að lesa. er reyndar með nokkrar í láni líka. hef verið agalega latur þetta árið.
hér í stafla eru svona til dæmis:
first crossing of greenland, um leiðangur nansens og bara verð að fara að lufsast til að byrja. dexter- í dimmum draumi. hlakka til, ágætis lesning um jólin sko hehe. barnið og tíminn eftir ian mcewan, snillingur. svartir englar eftir ævar örn. skammast mín en hef ekki lesið bækurnar hans (og reyndar ekki arnaldar heldur en tek þær í syrpu þegar ég kemst í stuð eða nenni engu öðru), aleister crowley, scrapbook, bók um alveg villtan trylltan villa eða þannig, þriðja táknið eftir yrsu og hrafninn eftir vilborgu davíðs, gerist eitthvað á grænlandi þannig að það er möst, krosstré eftir jón hall stefáns, íslenskar þjóðsögur og -sagnir, teknar saman af sigfúsi sigfússyni.
svo er hér slatti í viðbót sko: opinberunarbókin eftir rupert thompson, rauðvín og reisan mín eftir örlyg sigurðsson, ströndin eftir alex garland (þessi með di caprio, myndin sko), smáglæpir og morð sem jökull sonur lánaði mér fyrir ógeðslega löngu og er örugglega búinn að gleyma.
nú svo verður maður að kíkja í kommúnisminn eftir richard pipes sem er einhver repúblikani og ruglukollur en það er líka gaman að lesa og vera ósammála ha.
svo síðast en ekki síst er það dögun eftir davíð stefánsson frá fagraskógi. þar var reyndar litli bróðir hann viddi litli í sveit þegar hann var unglingur.
svo er ein hérna áhugaverð sem ég keypti á útsölu fyrir slatta löngu en þarf að skoða betur; shocked and amazed, on and off the midway. fjallar um fólk sem leit öðruvísi út en sauðsvartur almúginn og var yfirleitt plantað í sirkus.
skeggjaðar konur, dvergar, fakírar og allskyns snillingar. á bls 13 er mynd af honum frænda mínum. þar stendur: johann k. petursson, iceland. tallest man in the world in viking costume.
best að fara að horfa á dvd... king kong sem ég á eftir að klára.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kommúnisminn er yndisleg bók sem þú hefur ákaflega gott af að lesa.
Ingvar Valgeirsson, 27.9.2007 kl. 11:33
Mæli með Billy frá Ikea í bókaherbergið
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 27.9.2007 kl. 16:52
Ég hef heldur ekkert lesið af ráði í laaaangan tíma. Er að lesa Blíðfinns bækurnar fyrir Fransann minn. Við erum að skemmta okkur töluvert yfir þeim. Erum nýbyrjuð á bók nr 2
ég er ekki mikið fyrir að hleypa hverjum sem er inn í mitt bókaherbergi, sérstaklega einhverjum úglending sem kann ekki stakt orði í íslensku og talar bara ikeaisku...
Það þarf meira en sexkant og leiðbeiningabækling til að komast yfir svoleiðis..
Guðríður Pétursdóttir, 28.9.2007 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.