lúinnáði bara

jebbs, strákurinn þreyttur. maður má vera lúinn stundum.

kvöddum sumarstarfsmanninn/stúlkuna okkar í dag í vin, hana guðnýju mörtu. hún hefur staðið vaktina í sumar eins og hetja, bæði dugleg og sæt. var í fyrrasumar og sjálfboðaliði á veturna.

takk fyrir samstarfið guðný og gangi þér vel sem félagsráðgjafi.

svo er gugga, yfirmaður minn að hætta. ekki gott. bölvað bara. unnið saman lengi lengi, fyrst á geðdeild og svo í vin. en gott hjá henni. allt í lagi að breyta til eftir svona mörg ár. hefur verið sendifulltrúi rauða krossins í kosovo, palestínu, súmötru, íran og írak, og líka verið í því að stjórna okkur. töff starf en staðið sig eins og hetja. enda vinstri græn. baráttumanneskja með ríka réttlætiskennd.

en var ekki einhver frasi svona: maður kemur í manns stað. held það.

fór á litla hraun að láta valta yfir mig í skák í kvöld. það var sosum kúl. hrannar jónsson fór með. snillingur. helsta afrek að fá bronsið á flugfélagsmótinu eða greenland open. gott að vera no 3 af 86. ég kom þar aðeins á eftir.....

hrannar ætlar að verða sálfræðingur þegar hann er orðinn stór. hann er vinstri grænn, indlands- og nú grænlandsvinur. verður ekki betra.

 Leeds hefur unnið sex fyrstu leikina í deildinni sinni. komnir í tuttugusta sæti af tuttuguogfjórum liðum... byrjuðu með 15 stig í mínus. vegna þess að þeir urðu gjaldþrota. tala um að sparka í  liggjandi mann maður... mínus fimmtán. sjitt.

grænlensku krakkarnir koma á morgun. það verður nóg að gera. fullt af plönum en fullt af góðu fólki í því dæminu. sund tvisvar á dag hjá þeim. snilld. kópavogur stendur sig vel. bjóða þeim upp á skóla og sundkennslu. reykjavík stendur sig vel. býður þeim í húsdýragarðinn. svona meðal annars. Kalak, vinafélag íslands og grænlsands stendur sig vel. sér um dæmið.

ég stend mig vel. líka hrafn jökuls. vinnur hörðum höndum í málinu milli mjalta og messu á ströndum. fullt af fólki stendur sig vel...

ósáttur við innslag íslands í dag vegna slagsmála tveggja kvenna á grænlandi sem sýnt var í gær. vísa enn og aftur í félaga bjb eða björn jóhann björnsson, bloggara....

annars er það bara mál og menning um helgina. fæ aldrei að sofa út. sjitt og aftur sjitt. sef þegar ég er orðinn gamall... eldri.

gleðilegt haust. skarnar........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband