ætlaði að monta mig af því að hafa eldað kjötbollur með tilheyrandi fyrir sautján manns í morgun, niðrí vin, en hún vinkona mín sem eldaði með mér sá nú um það að mestu. steikti kjötbollur úr þremurkommasex kílóum af einhverju jukki en ég skellti rauðkáli í fjórar skálar, sultu í fjórar, grænum baunum í fjórar og bjó til kartöflustöppu og setti í skálar.
gettu hvað margar.
annars fórum við tveir gúbbarnir á litla-hraun í kvöld að tefla við félaga í frelsingjanum þar. það var að vísu ekki margmenni en býsna góðmennt. skelltum upp móti sem tókst allvel hjá flestum. ekki mér þó.
fararskjótinn var mazdan mín, hin beisaða (á litinn sko). förunautur var enginn annar en hinn káti hafnfirski biskup, lögfræðingur og formaður ungra jafnaðarmanna í hafnarfirði, þórður sveinsson, sem þrátt fyrir að vera engan veginn nógu vinstrisinnaður, er afar góður náungi, duglegur og réttsýnn, svona miðað við jafnaðarmenn, og nýkominn frá grænlandi með fríðu föruneyti.
þess má geta að hann er svipað sterkur í skák og ég, semsagt flóðhestur eins og sagt er. enda var hvorugur okkar nokkuð nálægt því að vinna mótið í kvöld.
man einmitt þegar við þórður, ásamt fleirum, hentumst til og frá í þyt, bátnum hans sigurðar péturssonar ísmanns, á leiðinni frá tasiilaq til kulusuk, pottar og pönnur flugu milli stafna, börn og fullorðnir ælandi í poka og hurðar skelltust á putta ungs hafnfirðings, þá fannst mér hann eitthvað svo hörkulegur og mikill karl í krapi, þarna sem hann stóð ölduna. þetta ljúfmenni. var einmitt að pæla í því hvað væri með manninn...
hann hafði nú ekki vit á að koma því út úr sér, akkurat þá, en sagði mér á leiðinni nú, að þennan dag, rok og rigningardag, þar sem sjó-, jeppa- og flugferð heim á leið beið okkar allra, átti pilturinn þrítugsafmæli. jebbs, sagði ekki orð. kannski fundist það svona erfitt eða eitthvað.
allavega fannst mér erfitt að verða þrítugur sko. en það er langt síðan.......
en ég stakk upp á því að hann boðaði til samkundu þar sem grænlandshópur ásamt venslafólki piltsins myndi gera sér glatt kvöld við öldrykkju og mynda-og sögusýningu frá landinu stóra.
jamm, frá hinu helga landi.
til hamingju með afmælið þórður.
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
malacai
-
annaeinars
-
atliar
-
aua
-
ormurormur
-
asdisran
-
astasoffia
-
birgitta
-
bjb
-
gattin
-
baenamaer
-
bestfyrir
-
tilfinningar
-
borkurgunnarsson
-
einarolafsson
-
eirikurbriem
-
ma
-
fanneybk
-
arnaeinars
-
vglilja
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnarb
-
gunz
-
hoax
-
nesirokk
-
veravakandi
-
heida
-
rattati
-
hemba
-
hilmir
-
kht
-
disdis
-
hlynurh
-
don
-
ghostdog
-
tru
-
jahernamig
-
ingvarvalgeirs
-
jevbmaack
-
jensgud
-
johannbj
-
jarnar
-
jon
-
lundi
-
lauola
-
meistarinn
-
marinomm
-
pala
-
peturorn
-
siggagudna
-
sigurdursig
-
snorris
-
ipanama
-
urkir
-
thoraasg
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég giska á 4 skálar :-) Fæ ég þá orðu eins og hjá partners.
Gott að þú varst ekki lokaður inn...............
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 31.8.2007 kl. 23:17
Verður einhvern tíman skákmót á litla-hrauni í breiðholti?
Guðríður Pétursdóttir, 31.8.2007 kl. 23:53
Takk fyrir þetta, Arnar. Það þyrfti endilega að halda myndasýningu við tækifæri.
Þórður (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.