skyldða vera jólahjól. skyldða vera appelsínumarmelaði..

jamm, það er að koma september. ekki bara haust. þrír mánuðir og þrjár vikur til jóla. takk fyrir.

bráðum fara jólahjól og white christmas að heyrast í útvarpinu. takk fyrir.

árið er að verða búið. takk fyrir. svo kemur tvöþúsundogátta.

 

annars ætla ég ekki að detta í makkíntossdollu um jólin eins og oft áður því mér finnst ég vera að breytast í marmelaði. hægt og rólega. magavöðvarnir í feluleik og gömlu dyravarðaupphandleggsvöðvarnir líka. held bara farnir eitthvað. kannski bara til andskotans.

keypti mér kort í ræktina. trimmaði og hoppaði í klukkutíma í gær.

engar stórkostlegar yfirlýsingar en:

ég ætla að léttast smá. breyta marmelaðinu í vöðva. synda slatta og fara allavega einu sinni í viku í fótbolta, sem ég hef reyndar lengi gert. verða aðeins orkumeiri og stinnari. stinni stuð. skyr og gulrætur. bananar og ananas. minna beikon. minna nammi. kannski bara ekkert... nema á laugardögum.

gleðileg jól og farsælt komandi ár tvöþúsundogátta.

þakka liðið. stinni stuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Gangi þér vel með marmelaðið.

En er ekki ansi snemmbúinn jólakvíðinn hjá þér

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 30.8.2007 kl. 19:40

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Úff ég er líka að laga marmelaðið.. er komin með vibba á gulrótum og annari hollustu

Núna langar mig bara í brauð með marmelaði, og svo beikon... og fuuuullt af nammi

En gangi  þér vel að verða Stinni stuð

Guðríður Pétursdóttir, 30.8.2007 kl. 19:47

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

og by the way ég er strax byrjuð að hlakka til jólanna

Guðríður Pétursdóttir, 30.8.2007 kl. 19:48

4 identicon

Ahemm...líkt og flestir íslendingar ertu greinilega kominn í haustgírinn, og vonandi kemstu í kjólinn fyrir jólin:)

Lína pína (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 20:10

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já..... ég ætla líka að gera þetta allt saman........ bráðum.

Anna Einarsdóttir, 30.8.2007 kl. 22:34

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Arnljótur fer í kjólinn fyrir jólin sem endranær, enda er hann kelling.

Hættu svo að blaðra um dyravarðarupphandleggina á þér, þú varst dyravörður á hommabar - hversu erfitt er að henda þeim öfugum út? Þú ert lítill, feitur og sköllóttur eins og ég - ég er bara sætari en þú. Svo hefur þú ekki getað lamið neinn eftir að ég varð 9 ára - nema kannski strákana þína, sem þó eru nú orðnir of sterkir fyrir þig.

Eini bróðirinn sem getur talist í þokkalegu formi er Ljótur litlibróðir, enda er hann ágætur.

Þú getur sjálfur verið marmelaði, agúrkan þín. Svo fer ég að lúberja þig ef þú drullast ekki til að fara að nota stóran staf hvar það á við, móðurmálsmorðinginn þinn!

Ingvar Valgeirsson, 31.8.2007 kl. 12:23

7 identicon

Yndislegt að heyra hvernig þið bræður talið saman......væri til í að vera fluga á vegg í fjölsktlduboði hjá ykkur......

mín er farin að mæta í ræktina 3 x í viku kl.7.......allt gert til að losna við þetta úldna marmelaði

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband