jebbs, hún móðir mín, sigrún björnsdóttir og kölluð obba, á afmæli í dag. ekkert smá sko, svo virðulegt að hún er að hugsa um að hætta störfum hjá akureyrarbæ þar sem hún hefur verið til þjónustu reiðubúin fyrir alla þá sem leggja leið sína á skrifstofur bæjarins, nú eða hringja.
mamma er sko andlit akureyrar.
hún sest nú ekki í helgan stein, þekki ég hana rétt. á erfitt með að slappa af og afsakar sig ef hún er ekki að gera sultu eða ryksuga eða með fimmtán manns í kaffi þegar maður hringir. en hún er dugleg að sækja allskyns námskeið og lætur helst engan listviðburð framhjá sér fara.
mamma náði sér i kall þegar hún var ung og eignaðist með honum barn. mig. þau giftu sig svo þegar ég var kominn heilu og höldnu og eignuðust tvo drengi til. við drengirnir eigum svo fimm drengi samanlagt. þannig að mamma á níu stráka, pabba, okkur og sonarsyni. ég er búinn að lofa að koma með stelpu þegar ég hef seinni hálfleik á fullu blússi.
pabbi heitir valgeir þór stefánsson og hefur unnið hörðum höndum við að fjölskyldan hafi það gott. til sjós og lands og lengst af sem flutningabílstjóri. nú keyrir hann taxabíl um stræti akureyrarborgar.
mamma hefur reyndar verið útivinnandi frá þvi að ég man eftir mér, í búðum og í verksmiðjunum, þarna gefjun og iðunn og það, þrífandi fyrir fólk útum allan bæ og ég veit ekki hvað. allt fyrir strákana sína.
jebbs, mamma er orkubolti og er alltaf jafnhissa þegar hún er þreytt. var vön að hlaupa heim í hádeginu til að elda fyrir liðið og svo mætt aftur klukkan eitt. þetta er ekki heilbrigt sko.
hún á það reyndar til að sofna yfir sjónvarpinu annað slagið. en það er ekkert skrýtið. ég geri það líka stundum. nokkuð yngri enda sonur hennar.
pabbafjölskylda ætlar í sjóstöng frá hauganesi eða árskógsströnd i kvöld. mömmu þykir það ekki leiðinlegt en var eitthvað að hugsa um að hvíla sig því hnéð var eitthvað að bögga hana. ég vona að hún eigi ánægjulegan dag og auðvitað fór hún með perutertu og einhverjar hnallþórur í vinnuna í morgun svo akureyrarbær er brosandi og fullur af kaloríum...
ég er ekki nógu tæknilega sinnaður hér til að eiga mynd af frúnni á stafrænu formi. set hér samt mynd af fallegasta bæ landsins því þar býr jú fallegasta kona landsins.
til hamingju með daginn, obba mamma mín.
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
malacai
-
annaeinars
-
atliar
-
aua
-
ormurormur
-
asdisran
-
astasoffia
-
birgitta
-
bjb
-
gattin
-
baenamaer
-
bestfyrir
-
tilfinningar
-
borkurgunnarsson
-
einarolafsson
-
eirikurbriem
-
ma
-
fanneybk
-
arnaeinars
-
vglilja
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnarb
-
gunz
-
hoax
-
nesirokk
-
veravakandi
-
heida
-
rattati
-
hemba
-
hilmir
-
kht
-
disdis
-
hlynurh
-
don
-
ghostdog
-
tru
-
jahernamig
-
ingvarvalgeirs
-
jevbmaack
-
jensgud
-
johannbj
-
jarnar
-
jon
-
lundi
-
lauola
-
meistarinn
-
marinomm
-
pala
-
peturorn
-
siggagudna
-
sigurdursig
-
snorris
-
ipanama
-
urkir
-
thoraasg
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
til hamingju með mömmsuna
Guðríður Pétursdóttir, 23.8.2007 kl. 17:21
Til hamingju með mömmu og þessa yndælu fjölskyldu
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 23.8.2007 kl. 17:30
Til hamingju með mömmuna......falleg skrif hjá þér og auðheyrt að þú berð mikla virðingu fyrir henni.....eins og vera ber
Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 18:49
Mikið ertu góður sonur.
Skilaðu kveðju til móður þinnar.
Annars minnti þessi pistill mig á setningu sem góður vinur minn segir stundum: "Við vorum fjórir bræðurnir og mamma var elst".
Anna Einarsdóttir, 23.8.2007 kl. 18:56
Jú, mamma okkar er sko langbesta og langfallegasta og langyndislegasta og langdásamlegasta konan í gervallri veröldinni og jafnvel þó víðar væri leitað!
Annars eru litlar líkur á að við Arnljótur færum henni stelpu nokkruntíma. Það væri helst að Viðar (Ljótur) litlibróðir eignaðist stúlkubarn einhvern daginn, enda er hann kelling.
Ingvar Valgeirsson, 24.8.2007 kl. 16:35
þú vanmetur stóra bróður allverulega ingveldur. ef ég lofa einhverju þá stend ég við það. er með strákana þessa helgina en fer svo á pöbbinn alla næstu viku.........
arnar valgeirsson, 24.8.2007 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.