svaf í 10 tíma í nótt. án þess að rumska. í rúmi. mínu rúmi. samt pínu þreyttur.
aqqa larsen, verðandi stórmeistari...
annars var grænlandsreisan snilld eins og auðvitað var viðbúið. dagurinn í gær var samt í erfiðari kantinum. vibbaveður og við að sigla með sigga ísmanni frá tasiilaq til kulusuk. fólk hentist til og frá, pottar og pönnur líka, hurð skelltist á tvo putta unglingspilts sem meiddi sig auðvitað og nokkrir ældu eins og ég veit bara ekki hvað. jú annars. múkkar hehe.
flug var svo sannarlega ekki samkvæmt áætlun og tuttugu leiðangursmenn áttu bókað far. ég og embla yfirkokkur bókað heim í dag. en þar sem ég var á flugvellinum með draslið mitt, rok og rigning og 3 km í kulusuk (frá flugvelli) þá bað ég bara vinsamlegast um far heim með hinum. alltaf gaman á grænlandi en þarna var bara komið gott sko.
- ath. það má klikka á myndir til að sjá þær stærri-......
góður vinur hróksfólks, karl peter aale.
dinus ignatiussen hlaut gullið í flokki heimamanna.
það gekk vel hjá háskólakrökkum í kulusuk við útbreiðslu skáklistar. ekki síður hjá kátum biskupum í kuummiit. byrjaði ekki alltof vel hjá okkur í tasiilaq enda skólinn að byrja akkúrat þegar við komum. en við náðum vel til krakkanna og 44 tóku þátt í toyota mótinu á fimmtudeginum sem var fyrir börn. 66 þátttakendur á glitnismótinu á föstudeginum sem var fyrir alla og komust færri að en vildu vegna plássleysis. 84 tóku svo þátt í flugleiðamótinu sem stóð laugardag og sunnudag í íþróttahöllinni. algjör snilld.
hinn árlegi knattspyrnuleikur var milli hróksins og tasiilaq. hafa þessir leikir verið æsispennandi en nú bar svo við að fullorðnir og unglingar á vegum hróksins öttu kappi við lið sem að mestu leyti var skipað börnum. ég sem dómari sagði að ef við myndum valta yfir þau mættu þau vera fleiri á vellinum. eftir fimm mínútur var staðan 3-1 fyrir tasiilaq.... þurfti að bæta við korteri í uppbótartíma í seinni hálfleik til að við næðum að jafna, 7-7.
björn þorfinnsson, grænlandsmeistarinn að þessu sinni sýndi ótrúlega takta á vellinum en var jarðaður af grænlenskum börnum... hann sýndi líka takta í eldhúsinu og hefndi sín við skákborðið. til hamingju með titilinn, björn.
ísland í dag frá stöð 2 var með í för og hér má sjá fyrsta innslag þeirra frá í kvöld. endilega fylgjast með næstu daga...
grænland er gjörsamlega magnað og flottasta land í heimi. mér þykir orðið verulega vænt um land og þjóð eftir fimm ferðir á austurströnd þessa magnaða lands. krakkarnir eru gríðarlega dugleg í öllu sem þau taka sér fyrir hendur, sem er ekki svo fátt...
þó kulusuk og tasiilaq séu álíka langt í vestur eins og egilsstaðir eru langt i austur frá reykjavík, þá er þetta eins og að stíga í annan heim. þvílík snilld.
ég stóð mig bara vel sem leiðangursstjóri með 40 manna hóp held ég. allavega biluð vinna. hefði ekki gengið án aðstoðar Stefáns Herbertssonar grænlandsfarans ógurlega. hann er snilli. sem og hrafn jökuls sem hóf þetta ævintýri fyrir fjórum árum og planar og safnar pening fyrir ferðum sem orðnar eru held ég ellefu talsins.
en ein að lokum fyrir rauða kross fólk. atli viðar komin í veruleg vandræði við skákborðið hehe...
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
malacai
-
annaeinars
-
atliar
-
aua
-
ormurormur
-
asdisran
-
astasoffia
-
birgitta
-
bjb
-
gattin
-
baenamaer
-
bestfyrir
-
tilfinningar
-
borkurgunnarsson
-
einarolafsson
-
eirikurbriem
-
ma
-
fanneybk
-
arnaeinars
-
vglilja
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnarb
-
gunz
-
hoax
-
nesirokk
-
veravakandi
-
heida
-
rattati
-
hemba
-
hilmir
-
kht
-
disdis
-
hlynurh
-
don
-
ghostdog
-
tru
-
jahernamig
-
ingvarvalgeirs
-
jevbmaack
-
jensgud
-
johannbj
-
jarnar
-
jon
-
lundi
-
lauola
-
meistarinn
-
marinomm
-
pala
-
peturorn
-
siggagudna
-
sigurdursig
-
snorris
-
ipanama
-
urkir
-
thoraasg
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mikið svakalegt krútt er verðandi meistarinn...
Guðríður Pétursdóttir, 22.8.2007 kl. 22:46
já og velkominn heim eða ertu kannski ekkert glaður að vera kominn heim, hefðir viljað að rúmið þitt væri á græna landinu
Guðríður Pétursdóttir, 22.8.2007 kl. 22:47
Velkominn heim Arnar minn
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 22.8.2007 kl. 22:53
takk fyrir. svaf á dýnum á gólfinu þarna fyrir westan og flutti fjórum sinnum á tíu dögum. þurfti að koma liðinu fyrir sko. en vel þess virði.
vantar bara tjellingu í rúmið mitt en það lagast áður en ég gifti mig!!!
iss, sef bara betur fyrir vikið.
arnar valgeirsson, 22.8.2007 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.