undirbúningur fyrir greenland open

hér er allt í góðum gír. allir komnir með húsnæði og veðrið bara ofsafínt. hópur kom frá reykjavík í gær og var í kulusuk allan daginn. sigldi svo með sigurði ísmanni og co yfir til okkár í tasiilaq um kvöldið. þar á meðal voru fimm ungir heimsmeistara úr salaskóla, og voru þau nokkuð lúinn og sváfu vel í nótt. nú eru háskólanemar úr háskólanum í reykjavík að tafli í kulusuk, kátir biskupar ur hafnarfirði að tafli í kuummiit og slatti hér í tasiilaq. fáum safnaðarheimilið frítt eftir að kennslu þar lýkur og íþróttahöllina um helgina. ofsagaman bara.

kulusuk  mynd frá kulusuk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Snilldarframtak hjá ykkur.  Eftir ferðalýsingar frá þér fer ég alveg að drífa mig til Grænlands.  Þér hefur tekist að gera þennan stað mjög spennandi í mínum huga.  Gangi ykkur allt í haginn þarna.

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 15.8.2007 kl. 08:32

2 Smámynd: Jón Brynjar Birgisson

Nú er Arnar í himnaríki. Skák og Grænland. Verður ekki öllu betra. ,,Stjórn" STARKÍ hittist í dag (án þín) og var rosadugleg. Nú er bara gourmet og gala framundan.

Jón Brynjar Birgisson, 15.8.2007 kl. 17:36

3 Smámynd: arnar valgeirsson

flott hjá ykkur jón. gaman að sjá hvað þið ætlið að bralla. passaðu þig samt á að segja ekki of mikið því það eru njósnarar um allt bloggsvæðið sko...... en hér er fínt og atli kemur á morgun. hann fríkar út.

arnar valgeirsson, 15.8.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband