brakandi bleikjur á stöng

vaknaði klukkan sex. klukkan sex... 

rúllaði í góðum félagsskap í gegnum dalvík og alla leið til ólafsfjarðar. í gegnum göngin og alles.

fjórar stangir í fjarðará  allan daginn og atli yngri sonur, stangveiðiáhugamaðurinn ógurlegi vígði flugustöngina sína. ellefu ára.

fínt veður og við fimm kátir kallar, ellefu, fimmtán, sextán og tveir aðeins eldri. ekki svo mikið samt.

jökull logi, fimmtán vetra fékk fyrstu bleikju dagsins. að endingu lágu átta stykki í valnum. ég með eitt eintak á maðk en atli fékk þrjár bleikjur á nýju flugustöngina. jökull með eina og úlli frændi með þrjár, enda maðurinn bilaður veiðimaður eins og þeir móðurbræður mínir sem fara með margmilljónera í veiðitúra. nú og arnar líka...

djöll er maður þreyttur eftir svona dag samt. sjitt.

rúlla til reykjavíkscity á morgun. á nítíu á þjóðvegunum. ekki meir....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Til lukku með fiskeríið

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 9.8.2007 kl. 18:15

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

afhverju brakandi bleikja?

Alltaf þegar einhver segir "rúllaði" þá minnir það mig á bróðir minn 21 árs sem sagðist ætla að rúlla og sækja ömmu, lagðist á gólfið og byrjaði að velta sér áfram....

Þótt þetta sé aulahúmor á versta stigi þá var ekki hægt annað en að hlæja að þessu.. þetta var svo fáránleg sjón

Guðríður Pétursdóttir, 9.8.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband