hvernig kertin brunnu niður, hjá honum sándor márai, vini mínum

 

 Sandor Márai, "glataður" snillingur. skrifaði "kertin brenna niður" sem er mín uppáhalds, jebb og líka uppáhalds....bók. bévaður snilli.þetta er svona aðeins um höfundinn en áður hafa komið klippur úr bókinni, sem eins og ég sagði, er bara ekkert annað en snilld. Hann veltir upp heimspekilegum hugsunum, mikið út frá siðferðilegum pælingum í tilvistarspeki Jean-Paul Sartres, en reyndar koma allskyns pælingar fram. sándor márai 2 T.a.m. svífur hið skilyrðislausa skylduboð yfir vötnum. þetta er í raun mikið spurningin um hvaða val fólk hefur tekið og þær persónur sem mest rignir í nefið á hafa lifað lífinu á þann hátt sem Sartre myndi kalla fullkomin óheilindi. Hinsvegar eru það kannski þeir sem eru í huga manns öllu meiri drulluháleistar sem hafa nýtt sér frelsi sitt til vals. Það eru jú athafnir vissra einstaklinga, skulum við segja, sem eru orsök hugleiðinga hershöfðingjans, hans Henriks, í fjörutíu og eitt ár um tilvistina, örlögin, siðfræðina, skylduna og afleiðingarnar.

Márai átti stormasama og að mörgu leyti gæfusnauða ævi sem segja má að endurspegli á ýmsan hátt sögu Evrópu á tuttugustu öld. Hann fæddist nefnilega akkúrat árið 1900 í borginni Kassa (nú Kocise) í Slóvakíu sem þá tilheyrði Ungverjalandi. Faðir hans var stjórnmálamaður og á upphafsárum sínum bjó Sándor við þá velsæld og framfaratrú sem ríkti í Evrópu en breyttist við upphaf síðari heimsstyrjaldar. Hann fluttist ungur til vestur-Evrópu er fasistastjórn Miklósar Horthys tók við eftir ósigur Austurríkis-Ungverjaland og klofning ríkisins og var bæði blaðamaður og ritstjóri tímaritsins Budapest Napló aðeins átján ára. Bjó síðar í Þýskalandi og fluttist svo aftur til Ungverjalands í byrjun fjórða áratugarins. Á þeim tíma var hann talinn með fremstu höfundum mið-Evrópu en texti hans er ótrúlega myndrænn, skýr og ljóðrænn. Hann veltir sér upp úr heimspekilegum pælingum og þó að nokkurskonar lögmálshyggja eða örlagatrú, dularfull uppröðun atvikanna valdi því að menn þurfti að viðurkenna eigið magnleysi og örlögin séu bara svona, þá er allt fullt af tilvistarpekilegum hugsunum, heilindum og óheilindum, og ekki síst siðferðislegum pælingum því eins og síðar kemur fram eru afleiðingarnar ljósar þeim sem á gamals aldri fer yfir farinn veg en glíman er að finna orsakirnar fyrir þessu öllu saman.  Það er aðalpersónan í sögunni, hershöfðinginn hann Henrik sem stýrir algjörlega sögunni og hið skilyrðislausa skylduboð er honum ofarlega í huga, menn eiga að breyta eftir því sem er skylda manns og engu öðru. Þó verður að segjast að það virðist engum gefið að hlýta því nema í vissum atriðum og athafnir mannanna geta heldur betur haft áhrif á marga í kringum þá. En hershöfðinginn er mikill hugsuður og fylgir Aristotelesi að því leyti að sönn þekking fáist með hjálp skynsamlegrar hugsunar. Skoðanir geti verið réttar og rangar en þekking aldrei röng. Eftir dvöl bæði í Sviss og á Ítalíu flutti Márai til Bandaríkjanna ásamt konu sinni og fóstursyni og gaf út bæði rit og bækur hjá innflytjendaforlagi í Toronto í Kanada, þar sem lesendahópurinn var takmarkaður en hann neitaði að gefa út verk sín í heimalandinu til að mótmæla stjórnarfarinu þar. Hann tók virkan þátt í starfsemi útvarpsrásarinnar “Radio Free Europe”, sem markmið er að breiða út lýðræðislegar hugmyndir í Evrópu.Hann einangraði sig eftir andlát konu og sonar og svipti sig lífi tæplega níræður enda voru verk hans þá flestum gleymd. Márai, eins og mörgum góðum manninum, virðist ætla að hljótast uppreisn æru eftir dauða sinn!Dagbókarfærslur hans hafa varðveist og stuttu fyrir andlátið skrifaði hann m.a; “dauðinn er ekkert vandamál. Heldur að deyja”. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ansi merkilegt. Það væri gaman að lesa eitthvað eftir hann. Takk fyrir þessa ljómandi lýsingu.

Hrannar Baldursson, 30.6.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband