Þeir voru allir hér, úr bæheimskum köstulum, ljósir á brá eins og hveitihnúðar, söðulnefja með þreyttar, hvítar hendur, frá óðulum á Mæri, úr virkjum í Tíról og veiðihúsum Stærmerkur....þeir báru löng nöfn með mörgum samhljóðum og aðalsnöfn með titlum og tignarheitum ....Af öllu þessu var aðeins eftir eitt nafn og drengur sem gegndi því nafni og lærði nú hvað mátti segja og hvað ekki. Það voru þarna slavneskir piltar með lágt enni og höfðu í blóði sér blöndu af öllum mannlegum eiginleikum keisaradæmisins, það voru bláeygir, aðalbornir piltar svo lífsþreyttir að tíu ára horfðu þeir út í tómið eins og forfeður þeirra hefðu þegar séð allt í þeirra stað, og það var piltur úr Tíról, hertogi, sem skaut sig til bana sökum þess að hann hafði hrifist af ungmey, frænku sinni í öðrum lið.
Konrád svaf í næsta rúmi. Þeir voru tíu ára þegar þeir kynntust
kertin brenna niður, eða a gyertyák csonkig égnek, eftir Ungverjan Sándor Márai. Þetta er einfaldlega besta bók í heimi, ekkert flóknara en það. Hef lesið hana tvisvar.
Bókin kom út í íslenskri þýðingu Hjalta Kristgeirssonar árið 2005 og er þýðingin gjörsamlega mögnuð. Var Hjalti tilnefndur til íslensku þýðingarverðlaunanna en tapaði fyrir Rúnari Helga Vignissyni með Barndóm eftir J.M. Coetzee. Mál og menning gaf út og er þetta fyrsta bók Márais á íslensku. Þrjár bækur Márais hafa verið þýddar á ensku þar sem A gyertyák var þýdd embers en nokkrar hafa verið þýddar á spænsku, frönsku, ítölsku og þýsku.
Hún segir frá hershöfðingja sem á gamals aldri fær bréf frá fornum vini, sem hann hefur ekki séð í 41 ár, um að sá sé að koma í heimsókn. Næturlangt snæða þeir mat í kastala hershöfðingjans og segja frá högum sínum á hinn kurteislegasta hátt, þó aðallega hershöfðinginn sem með löngum einræðum ræðir löngu látna eiginkonu, ást þeirra beggja á henni og leitar orsaka þess að vinurinn, Konrád, kaus að yfirgefa vini sína fyrirvaralaust fyrir fjörutíu og einu ári. Í öll þessi ár hefur hershöfðinginn verið að velta fyrir sér atburðunum, hann er viss í sinni sök að eiginkona hans, Krisztina og Konrád hafi verið elskendur, hann er viss um að þau ætluðu að myrða hann en hann skilur bara ekki af hverju. Fyrsti þriðjungur bókarinnar fjallar um kynni vinanna og líf þeirra frá barnsaldir fram að þrítugu og er svo glæsilega skrifaður að maður fær bara gæsahús. Tveir þriðju sögunnar fjalla um samtal þeirra tveggja yfir kertaljósi og íburðamiklum kvöldverði, næturlangt þar sem málin eru krufin, og þó ekki, því hershöfðinginn hefur orðið nær allan tímann og heimspekilegar pælingar hans eru einfaldlega meistaraverk hjá Sándor Márai enda hafa fjölmiðlar í Evrópu ekki haldið vatni yfir þessari bók og allir segja hana, jú einmitt, meistaraverk.
Skrifa seinna um rithöfundinn sem átti merkilega ævi en allir ættu að lufsast til að lesa bókina. Hún hefur verið kvikmynduð í Ungverjalandi og skylda fyrir alla framhaldsskólanemendur að horfa á... og læra söguna. Verkið var sett upp í leikhúsi í London og Jeremy Irons lék Henrik, hershöfðingjann aldna og vorkenni ég honum að hafa þurft að læra textann. Pínulítill bláleitur bíbí hvíslaði því í eyra mitt að hugsanlega yrði þetta sett upp hér og hann hvíslaði því svo í hitt eyrað að kannski myndi Arnar Jónsson leika Henrik og kannski Jóhann Sigurðarson vin -eða fjandvin- hans, Konrád. Ég myndi sko fara....
to be continued....
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áhugavert og meira lagi !
Verð að nálgast þessa bók........bið bókakonuna mína í Eymundson, Austurstæti að ganga í málið
Fylgist svo spennt með áframhaldinu........
Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 09:34
Úff. Þetta eru svo langar setningar þarna í byrjun að maður þarf að draga andann djúpt á milli þeirra - þrátt fyrir að maður lesi ekki upphátt.
Jón Brynjar Birgisson, 20.6.2007 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.