þess má í byrjun geta að hafin er söfnun á tannburstum fyrir piltinn. nýr tannburstaórói mun líta dagsins ljós innan tíðar.
Annars meiddist atli kútur á fæti í leik a liða fram og fjölnis, fimmta flokki, á miðvikudag og í stað þess að fara á æfingu í gær þá fórum við feðgar, klifjaðir þremur veiðistöngum, spúnum, flugum og rækjum, sem og ostaslaufum og svala, austur á þingvelli að renna fyrir silung. í sem allra stystu máli þá komum við heim með öngul í bossa, en ostaslaufan var góð..
ég fór á google og sló inn stangveiði, svona til að finna kall með öngul í bossa en fann þá þessa mynd...... og svo líka þessa!
í dag var ég svo að afgreiða bækur á lækjartorgi, við útitaflið en þar er hrókurinn með bókamarkað til fjáröflunar vegna grænlandsverkefna. tasiilaq og nágrenni í ágúst og svo kemur hellingur af krökkum í haust að læra að synda og tefla. opið um helgina og allir í bæinn að kaupa þessar fínu fínu bækur og styrkja gott málefni.
sótti jökul austur yfir heiðar seinna i dag og var ekki einn á ferð. skrilljón manns og fullt af löggum. leist vel á það. týndi samt hjólkopp einhvernstaðar í nágrenni stokkseyrar. bömmer hömmer.
þessi mynd var líka á google þegar ég sló inn stangveiði: hálfgerður drullupyttur ha..
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ef hann er fagurlega hannaður, jón. treysti því að þú hafir góðan smekk fyrir tannburstum. er ekki annars maðurinn sem á fjögurhundruð skyrtur, gamla partýdýrið, á leið til danaveldis að setjast upp hjá þér??
arnar valgeirsson, 16.6.2007 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.