mou gaan dou

jamm, loks búinn að glápa á the departed.Departed-Poster

Var ekkert að flýta mér því fyrir nokkru sá ég Infernal affairs, eða Mou gaan dou, fyrirmyndina frá Hong Kong. Hún er snilld og fær 8,1 á imdb.com sem er sko allgott og rúmlega það. The departed fær reyndar 8,6 sem er ríflega rúmlega gott. Þess má geta að myndirnar fékk ég hjá ihaldsplebbanum honum Ingvari bróðurómynd. Hann á fullt af góðum myndum og fullt af lélegum líka, safnar þessu eins og litlar stelpur servíettum. Og hafðu þökk fyrir, Ingveldur.

En.. þrátt fyrir að vera með þvílíkar stjörnur innanborð er myndin ekkert óverköstuð. Allir frábærir og frábærastur er Mark Wahlberg. Myndin er einhverjir tveir og hálfur tími en líður eins og ljúf rauðvín, ekki dauður punktur. Þarna eru dúddar eins og Wahlberg, Matt Damon, Leonardo diCaprio, Jack Nicholson, Martin Sheen, Alec Baldwin og fleiri og hver öðrum betri. Og tónlistin var í ofanálag algjör snilld.

infernal_affairs_1024Fannst þó Mou gaan dou að sumu leyti betri. Kaninn, eða Scorsese, eyddi smá tíma í að kynna persónur til leiks þannig að maður sá hverjir voru vondir og hverjir góðir og hversvegna o.s.fr. Í hinni HongKonsku!! útgáfu var ekkert verið að væflast með það, áhorfandinn átti bara að fatta það sjálfur. ég fílaði það. Svo voru smá breytingar svona til að kaninn vissi örugglega hvað var að gerast og endirinn ekki sá sami en báðar alveg drullufínar. Mæli með því að allir lufsist á leiguna og sjái þessar myndir og helst Mou gaan dou fyrst. Frábærlega leikin og kúl flétta. Ekki orð um það meir.

Svo má geta þess að ég er í stuttu sumarfríi og líkar ekki allskostar....illa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Betra seint en aldrei. 

Marinó Már Marinósson, 13.6.2007 kl. 17:35

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér finnst Wahlberg, bróðir Donnie í New Kids on the Block, stela Departed gersamlega og Nicholson á ekki séns í hann.

Hong Kong er líka alveg jafn frábær. Allt er alæðislegt og hef ég nú fjárfest í Mou gaan dou 2 á mynddiski.

Ingvar Valgeirsson, 13.6.2007 kl. 21:47

3 Smámynd: arnar valgeirsson

sem þýðir að ég þarf í bíltúr upp í holtin bráðum... gott hjá þér ingvar litli

arnar valgeirsson, 14.6.2007 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband