kominn af litla-hrauni. satt að segja var bara gaman. við henrik danielsen, íslenski stórmeistarinn sem einu sinni var dani og hefur bara eitthvað 5550 elo stig, rúlluðum austur og vorum mættir kl.5. náði reyndar í elskulega móður mína út á völl áður en brunað var austur, hún var ekki að fara þangað. er að fara á reunion og verður hjá ingvari litla og familíu. en... við geystums yfir heiðar, fyrrum bauninn og ég, schumacher.. með fullan kassa af tímaritum, annan af bókum og þann þriðja af skákklukkum og skelltum upp fjórtán manna alþjóðlegu hraðskákmóti. það var stuð og fjör, afleikir og blótsyrði í fyrirrúmi en á endanum tókust allir í hendur sáttir, klöppuðu fyrir sigurvegaranum, sem að þessu sinni var frá austur-evrópu en þriðja og fjórða sæti hlutu íslenskir piltar sem... eins og maður segir.. hafa lent á refilstigum.
fimm umferðir og barið á klukkur eins og lærissneiðar með hamri, stress og læti. arnar fékk bara tvo vinninga af fimm og var það klaufalegt, var að pæla í hvernig ég ætti að máta og féll á tíma og svo í annarri skák gaf ég drottningu eins og það væri bara aðfangadagur, algjör plebbi. tapaði einni þó sannfærandi og vann tvær sannfærandi en er þó ekki sannfærandi skákmaður. þetta var hressandi en sjitt hvað ég er lúinn og búinn.
henrik félagi heldur úti skáksíðunni videochess.net þar sem hann kennir heimsbyggðinni fræðin og ekki síst polar bear afbrigðið sem hann stal á ísbjarnarslóðum á grænlandi. henrik er að þýða grein mína um ferð okkar óla kolbeins og írisar um scoresbysund og nágrenni, sem er í mannlífi, yfir á dönsku því ég ætla að senda nokkur mannlíf þangað. takk henrik. þú ert góður piltur.
verð í bókabúðinni um helgina og er svo kominn í tveggja vikna sumarfrí. tveggja vikna sumarfrí. tveggja vikna sumarfrí. endurtek. tveggja vikna sumarfrí...
Flokkur: Bloggar | 8.6.2007 | 21:51 (breytt kl. 21:52) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
fyrri lota sumarfrís sko. bara rólegheit en þó útskriftarveisla hjá frænku og smá ferð í bústað og eitthvað en annars bara taka til og bóna bílinn og svona og vona að veðrið verði einu sinni almennilegt við strákinn. svo er það auðvitað ekkl ómerkari staðir en Grænland og Akureyri seinni part sumars ha!
arnar valgeirsson, 8.6.2007 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.