plentý

þetta hefur verið þokkaleg vika og maður er bara lúinn sko. við söfnuðum haug af allskyns dóti í gám sem fer til gambíu. Tek fram að rúmfatalagerinn stóð sig ofsa vel og reddaði helling. Penninn og Byko hjálpuðu til sem og einstaklingar. Svo fórum við í fataflokkun Rauða kross og fundum helling af fötum. við sendum allt á geðsjúkrahús i Banjul í gambíu þar sem aðstæður eru fremur lásí miðað við hér allavega. reykjavíkurdeild sér um önnur svæði gambíu.

eldaði kínrúllur í dag fyrir átján manns. lítið mál en salatið var fríkað. en gott. orange paprika, rauðlaukur, gúrka, einn poki blandað salat og haugur af vínberjum. fetaostur yfir. úllala hvað það var gott. svo var bara chill enda fóru margir í perluna. á mánudag var þetta fína fína skákmót, sjá neðar. svo var það sala og afhending á klósettpappír, eldhúsrúllum, kaffi og fleiru í dag. sala fyrir fimmta flokk fram, atli á leið á n1 mótið sko. allir duglegir.

Horfði ekki á leikinn í kvöld. kannski sem betur fer. en það er frí í tvær vikur frá og með mánudegi. sjitt hvað það verður fínt. en litla hraun á föstudag og mál og menning um helgina.... svo er það tærnar upp í loft.

Endurtek. tærnar upp í loft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég sé eftir að hafa ekki kíkt á skákmótið síðasta mánudag. Minntu mig endilega á þegar þú heldur skákmót næst. Ég mæti verði ég á landinu.

Hrannar Baldursson, 7.6.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband