DEXTER

 

Mikið er gott að hafa dexter, þennan mjúka og tilfinninganæma dúdda, á skjánum svona til að enda helgina. Gefur manni trú á mannkynið. Og sýnir manni það að maður er kannski ekki svo undarlegur sjálfur, eftir allt....

dexter20Annars var ræs og sjæn á afar ókristilegum tíma, Atli að keppa i fótbolta í Breiðholtinu alveg eld eldsnemma. Gekk ekki of vel hjá Frömmurunum en alltaf gaman að horfa á kappana. Duglegir piltar.

Rúllaði svo austur yfir heiðar með Jökul eftir að Atli fór heim og þá vorum við reyndar búnir að fara í Perluna, ásamt einhverjum milljónum manna og sérstaklega kvenna, enda skóútsala.

Mummi bauð mér í kvöldmat, gott hjá honum. Kjúlli og kúskús og salat. Gott hjá honum.

Dexter drap einn og bjargaði einni. Gott hjá honum.

ég er að fara að sofa. Gott hjá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Dexter rúlar. Sýnir að menn með vandamál þurfa ekki endilega að fara á hreppinn, bara fá sér hobbí.

Ingvar Valgeirsson, 7.5.2007 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband