... nei á Hverfisgötunni. Já, átján manns tóku þátt í Morgan Kane skákmótinu í Vin í dag og það var nú bara met þar innanhúss. Algjör snilld og í raun ekkert skrýtið því maður er alveg til í nokkrar bröndóttar ef maður fær Morgan Kane bók, ha.
Fórnir og fléttur voru í algleymingi og klukkur barðar sem harðfiskar, enda bara 7 mín á mann sem sumum fannst ekki nóg. sjálfur fékk ég þrjá vinninga af sex mögulegum og þótti bara góður. Það voru jú engar smá kanónur sem stóðu á verðlaunapalli, sem var nú bara stofugólfið niðurfrá, þannig lagað. Tómas Björnsson kom, sá og sigraði en hann hefur einmitt lagt það í vana sinn þegar hann tekur þátt í mótum hjá Skákfélagi Vinjar. Hlaut fimm og hálfan. Róbert Harðarson varð annar með fimm og fjóra vinninga fengu ofurbloggarinn Gunnar Freyr Rúnarsson, gunz, fyrrum súperofurbloggarinn Hrafn Jökuls, tulugaq, og Hrannar Jóns sem er tölvugúrú en held ég ekki bloggari. Svo voru þarna Bjarni Sæmunds sem eitt sinn vann sterkt mót í Vin og er frægur skákkall, Elsa María Þorfinns, verðandi súperstjarna, systir hennar Telma sem er nýbyrjuð en gæti sko alveg náð langt ef hún nennir og fyrrum Reykjavíkurmeistari Björn Sölvi Sigurjóns og fleiri og fleiri. Einvalalið.
Svo var boðið upp á ís og vöfflur eftir verðlaunaafhendingu en allir fengu Morgan Kane bók og aðra bók að auki þannig að þetta var ferð til fjár..bóka og bara ofsastuð.
Lifi skákfélag Vinjar, Lifi Hrókurinn, fram til sigurs...............
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleymdi nú að minnast á heimspekinemann og fyrrum framkvæmdastjóra hróksins, Kristian Guttesen, sem kom og byrjaði á að valta yfir Bjarna með Polar bear byrjuninni í fyrstu skákinni. það var gaman að sjá hann enda langt síðan að hann tefldi síðast á móti. dugnaðarpiltur en komst ekki á pall.....
arnar valgeirsson, 30.4.2007 kl. 19:10
Vin er greinilega orðin Mekka skákíþróttarinnar á Íslandi.
Jón Brynjar Birgisson, 30.4.2007 kl. 20:27
Þáttakan var meiri en þekkist í hraðskákmótum hin síðari ár. Og húsið er að verða of lítið fyrir svona stórviðburði.
Gunnar Freyr Rúnarsson, 30.4.2007 kl. 21:26
Minnir mig á að ég, sem les allt í heiminum, hef aldrei lesið Morgan Kane-bók. Hef ég nú lesturinn...
Ingvar Valgeirsson, 1.5.2007 kl. 18:09
Ég get nú lánað þér Morgan Kane, Ingvar litli. Fékk eina í gær og átti nokkrar fyrir. Jökull á líka nokkrar. Jebb, maður þarf nú að þekkja heimsbókmenntirnar. vissirðu það að það var nojari sem skrifaði bækurnar. kallaði sig Louis Masterson. Var söluvænlegra en Kjell Hallbing. Sérstaklega svona með vestra!
arnar valgeirsson, 1.5.2007 kl. 18:58
Ég vissi að Lois Masterson var Norsari. Það er ein aðalástæðan fyrir því að ég hef ekki lesið Kane - Norsarahatur mitt var svipað ítalahatrinu. En það hefur lagast og frændur okkar Norðmenn eru orðnir vinir mínir. Samt plebbar.
Ingvar Valgeirsson, 3.5.2007 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.