sorgardagur fyrir knattspyrnuna...

Jebb, mínir menn bara fallnir í aðra deildina ensku. Létu Cardiff jafna á 88 mín. og Hull vann. Þetta er aldeils grátlegt miðað við að fyrir örfáum árum unnum við AC milan og vorum í 4 liða úrslitum í meistaradeildinni. En það er ekki gott að vera gjaldþrota. Og Elland Road er flottur völlur, tekur eitthað um 44.000 manns sem er sko miklu meira en margir státa af í úrvalsdeild. En við komum aftur, ekki spurning. Svo er varauppáhaldsliðið mitt líka að falla úr úrvalsdeildinni, Charlton. Þvílíkur bömmer í gangi. Alltaf hrifist af dugnaði þeirra og keppnisskapi þrátt fyrir lítinn pening og ekki merkilegan hóp. leeds

En maður heldur jú bara með West Ham, eða kannski heldur ekki með því það gengur ekki vel ef ég held með!!! Vona samt að þeir haldi sér uppi, þó ekki sé nema fyrir Bóa skáfrænda og Tomma boltabróður. og kannski Eggert og Björgólf.

Bömmer, Bömmer, Bömmer og drullubömmer.


mbl.is West Ham skellti Wigan - Hermann með sjálfsmark þegar Charlton steinlá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

í svona sorgarferli ruglast stundum staðreyndir mála. Það hefði nú verið í lagi ef ræflarnir í Cardiff hefður semsagt jafnað gegn Hull en það var Ipswich sem jafnaði ´gegn Leeds.

Þoli ekki Ipswich, Cardiff og Hull...........

arnar valgeirsson, 28.4.2007 kl. 19:04

2 identicon

Já ég verð nú að viðurkenna Arnar minn að þetta er ansk... fúlt.  Þó að Leeds sé nú ekkert uppáhalds lið hjá mér þá er Dennis Wise nú góður drengur og á betra skilið.  Nei þetta er sorgardagur.  Maður getur nú oft verið ánægður þegar einhverjum gengur illa en ekki þegar sparkað er í liggjandi mann.  Vona bara að Leeds nái aftur upp sem fyrst Arnar minn.  Juve er náttúrulega lið sem allir geta lært af og reynt að líkjast.  Legg til að Dennis vinur minn horfi nú á og læri hvernig á að gera þetta.

Forza Juve!!

Leikskólabúinn (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 11:24

3 Smámynd: arnar valgeirsson

mínir menn eru á leið í utandeildina með þessu áframhaldi og ekki er nu mikið sem maður getur þakkað þessum prýðispilti og vini þínum, wise, sem er rangnefni mikið. Maðurinn var jú þekktur fyrir sinn sambabolta, léttur og lipur.

þínir menn klúðruðu nú  úrvalsdeildinni og sjáum til á þriðjudaginn hvort þeir klúðri meistaradeildinni líka. En ég segi ekkert, stríði engum og sendi engin skot, enda í sárum...

arnar valgeirsson, 29.4.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband