og sigurvegarinn var.... má ekki segja

Eftir aldeilis eðaldag í vinnunni þá brunaði ég á Litla Hraun. Róbert Harðarson eða Lagerman, fer eftir því í hvaða fíling hann er, kanaguttinn, fór með og lentum við í þvílíkri þoku að farþeginn reyndi af fremsta megni að stýra og ákvarða bensíngjöf og fleira, skíthræddur, en auðvitað hlustaði enginn á hann. Enda bílstjórinn búinn að fara þessa leið þúsund sinnum. Náðum þó á Hraunið kl. 17:15 eins og lög gerðu ráð fyrir og settum upp allhressandi mót. Hrannar Jóns kom svo á eftir okkur með tölvuna og swiss perfect prógramm sem einmitt er afar hentugt í skákmót...litla hraun

Tefldar voru 6 umferðir í 12 manna móti og fékk ég þrjá vinninga úr sex skákum sem var nú ekki gott miðað við að ég tefldi afskaplega vel, já, einmitt áður en ég gerði gloríu og tapaði!!!

Tók með fullt af bókum, aðallega skákbókum sem þeir í skákfélagin Frelsinginn munu glugga í á næstunni og væntanlega rúlla yfir mig næst. Þetta var prýðisferð og ekki versnaði það þegar heim kom því Elling var að byrja í TV. Þvílík snilldarmynd.

En ég hvet alla til að koma á Morgan Kane skákmót í Vin, Hverfisgötu 47 á mánudaginn kl.13:00. Við í skákfélagi Vinjar fögnum sumri með því að hylla töffarann Morgan Kane. Öllum heimil þátttaka og allir fá Morgan Kane bók í boði feðganna Braga og Ara Gísla í Bókinni við Klapparstíg..

En nú ætla ég að lýsa honum vini mínum, Morgan Kane........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband