allt á útopnu

jebb, allt í gangi. var verið mála í Vin, vinnustað mínum í dag enda sýning á næsta leyti, Uppreisn litarins.... jebb, ekkert gefið eftir. Hvert listaverkið fæðist af öðru og þetta er snilld. Svo er svo gaman að mála. Viðbjóðslega gaman. Fór svo með Atla syni mínum á hressilegt námskeið í skólanum hans, samskipti barna og foreldra. Það var bara kúl og virkilega hressandi. Sá svo á blogginu hans Ingvars, litla bró, að ég hafði eignast litla frænku norðan heiða. Óska Hauki og Ósk til hafmeyju. Eftir vasklega framgöngu í innanhúsfótbolta í kvöld þá loggaði ég mig inn og akkúrat um miðnætti fer Jökull, litla barnið mitt austan heiða að tjatta við mig á msn. Það er auðvitað gaman að heyra frá pilti en halló, Jökull Logi: þú átt að vera farinn að sofa kl 12 á miðnætti þannig að þú sért ferskur í skólanum. Lærir vel og standir þig frábærlega svo þú komist í góðan háskóla og lærir eitthvað sem bæði er gefandi og gefur helling af peningum.  Þá geturðu séð vel fyrir föður þínum í ellinni, þannig að hann þurfi ekki á Skjól eða Grund og sé settur i sturtu einu sinni í viku og fái einhvern bakkamat. Ég krefst þess að þú farir fyrr að sofa og hugsir um framtíðina. Ekki bara þína heldur líka mína.

Góða nótt, Jökull Logi og gerðu eins og pabbi þinn segir þér.

Annars er það Litla Hraun á morgun. Verður stutt en meira um það síðar!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég hef alltaf sagt að þú sért best geymdur á Hrauninu. Annars verð ég að hringja í hana barnsmóður þína og skamma hana fyrir að leyfa trúleysingjakommúnistabarninu að vaka fram á rauða nótt. Er ekki best að vandræðaunglingurinn flytji bara til mín og kynnist kristilegu uppeldi og almennilegu aðhaldi í bland við ofbeldismyndir og hrollvekjur?

Ingvar Valgeirsson, 27.4.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband