Betri er bið..

..en bráðræði.hugsuðurinn

Málsháttur minn í egginu sem ég var að opna áðan, enda bara þriðji í páskum. Helvedde er samt gott að fá ekki eitthvað svona "drífa í hlutunum" dæmi. Mér líður miklu betur. En ég varð semsagt var við það í dag að páskafríið er búið. Neyddist i vinnu eldsnemma. Karlfinkan okkar á Hverfisgötunni lést í morgun, saddur lífdaga. Samt sorg.

En munið að betri er bið en bráðræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég á mér uppáhaldsmálshátt, sem er "betra er að vera dauður en rauður".

Annars er "það kostar klofið að ríða röftum" (raunverulegur) ágætur líka, sem og "betra er að ganga fram af mönnum en björgum".

Ingvar Valgeirsson, 11.4.2007 kl. 20:10

2 Smámynd: arnar valgeirsson

Nár og blár rímar lika, jú óféti. Hins vegar fannst mér "ekki gifta þig til fjár, það er ódýarara að taka lán" þvílík snilld og hyggst lifa eftir því. Enda eru téllingarnar ekkert í biðröðum eftir að giftast mér, en það er annar handleggur á nákvæmlega sama máli!

arnar valgeirsson, 11.4.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband