Skrapp á Litla-Hraun. Með í för voru verðandi stórmeistarar, Róbert Lagermann Hellisbúi og Íslandsmeistari, og Davíð Kjartansson, Haukamaðurinn frái. Þeir eru með samtals 4670 Elo stig, svona sirka. Sem þýðir að við vorum allir til samans með sirka 4670 Elo stig. Jamm, ungmennafélagsandinn verður að vera með í för, það geta ekki allir unnið, þetta er nú bara leikur, skák er skemmtileg og svoleiðis frasar. Skák er nú samt skemmtileg nema kannski þegar maður fellur á tíma og ég féll semsagt þrisvar á tíma í kvöld, tvisvar að vísu kominn í bévaðan bobba en einu sinni með unna skák og ég fíla það ekki vel. Þarf að hrista upp í sellunum og fá þær til að virka. Þessar slöppu þvælast greinilega fyrir þessum frísku og það er bara eitt ráð við því. Drekka meira.
Slógum upp móti, fimm mínútur á kjaft. Fimm umferðir. Davíð var að fara í fyrsta sinn og fór varfærnislega í þetta enda svoddan molar sem sátu á móti honum. Hann var imponeraður af snilli þeirra nokkurra. Sættist á jafnan hlut oftar en einu sinni. Robbi kallinn er hinsvegar alvanur heimsóknum þessum og er illa við að láta menn eiga inni hjá sér. Vann mótið. Fær samt engan vinning, þeir eru fyrir þá sem þarna dvelja. Tímabundið og mislengi.
Þetta var nú alþjóðlegt mót enda teygir alþjóðavæðingin sig sig um allt land. Reykjavík, Kárahnjúkar, frystihús um öll krummasker og auðvitað Eyrabakki. Þetta var eins og alltaf hin fínasta stund og allir bara býsna hressir. Hrafn Jökuls tók upp á þessum heimsóknum fyrir nær þremur árum og annan hvern föstudag er brunað austur og teflt í svona eins og einn og hálfan tíma. Margar heimsóknir, mörg mót og Hróksfólk stendur sig vel i þessu sem og svo mörgu öðru. Helstu kanónur í skákvæðingunni fyrir austan eru, auðvitað Hrafn sjálfur, Róbert Lagermann, lengi vel var Kristian Guttesen driffjöðurin, Henrik Danielsen hefur verið duglegur sem og Máni Hrafns og undanfarið ár höfum við Hrannar Jónsson, hinn ótrúlega káti biskup verið ansi ferðaglaðir yfir heiðar.
Grænlandsferðin komin á hreint. 28. mars - 4. apríl. það verður sko teflt í Ittoqqoortormiit fyrir páska og vonandi sem aldrei fyrr um páskana enda verða þá glæný skáksett, svona eins og 140 stykki á borðum bæjarbúa sem eru að ég held um fimm hundruð. Peter von Staffeldt, ledende skoleinspektör er barasta hinn spenntasti yfir komu okkar og ætlar ásamt konu sinni, Ullu, að hýsa Óla Kolbein og Írisi. Opnar skólann upp á gátt fyrir okkur og þó börnin séu komin í páskafrí seinnipart ferðar þá fáum við bara skólann fyrir okkur, og auðvitað börnin 128 á grunnskólaaldri og skákklúbburinn í Ittoqqortoormiit, sem þá verður alveg glænýstofnaður, heldur stórmót. Þetta verður auðvitað ekkert annað en snilld.
Fram til sigurs.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Set inn alvarlega athugasemd hjá sjálfum mér. Þetta var tólf manna mót fyrir austan. Bragi í Bókinni, stundum kölluð fornbókabúð en selur semsagt notaðar bækur, gaf góðan slatta af bókum fyrir bókasafnið þarna við Eyrabakka. Bobby Fisher er einmitt stórkúnni þar enda snillingur. Eins og Bragi. Og sonur hans, Ari Gísli.
Slegist var um "Teflt á tvær hættur" hörkuspennubók eftir einhvern. Sem ég man ekki hvað heitir. Hammond Innes eða svipaður dúddi. Einnig slegist um "Papillion". Hef lúmskan grun um hvers vegna....
arnar valgeirsson, 16.3.2007 kl. 22:07
Ég sagði alltaf að þú myndir enda á Hrauninu.
Ingvar Valgeirsson, 16.3.2007 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.