Færsluflokkur: Dægurmál

hvernig fer 007 með okkur???

Jebb, jebb.

Ég líka. Þar sem litli greinarhöfundurinn er farinn að berjast um í mallanum mínum (maður segir ekki litli rithöfundurinn svona strax) þá ætla ég að leigja í bloggheimum þar sem þverpólítísk samstaða er um að vera öllum meira og minna ósammála. Hlakka til að taka þátt í þessu fjölmenningarsamfélagi og verð væntanlega enn duglegri við að rífa kjaft á annarra manna síðum.

Annars sá ég í fréttum að Villi burgmeister vill spilasali í Örfirisey. Á ekki líka að senda drykkjufólk og ógæfusama sem lengst frá miðbænum? Kannski byrjunin á átakinu í að gera Reykjavík að hreinustu borg í heimi sem Gísli Marteinn er að vinna i og tjáði sig um á Rás 2 í dag? Æi, ég hef bara orðið fyrir töluverðum vonbrigðum með aðferðir nýrrar borgarstjórnar og vinnubrögð en ég  sagði við sjálfan mig fyrir kosningar að það væri í lagi  að Sjallarnir tækju borgina því hnökrar voru á vinnubrögðum R listans en.... skilyrðið væri auðvitað að ný ríkisstjórn tæki við í vor, með væna vinstri slagsíðu.

Annars hendi ég inn uppl. + myndum og svoleiðis þegar tíminn og kunnáttan eru meiri.

Gleðilegt ár, samt...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband