Færsluflokkur: Bloggar

léttur dinner

 

var að pæla í að hafa núðlusúpu eða ristað brauð með reyktum laxi í kvöldmat. en ákvað að breyta aðeins til og fá mér:

spænska terranoskinku með salati og humarsúpu í forrétt.

sirlion nautasteik með kartöfluplatta og bearnes svona aðal og flamberað vanillufromage með súkkulaðiís í eftirrétt. thule með. bara einn.

æ, það er nú miðvikudagur.


tólftinn...

 

... er í dag.

jólasveinarnir að pakka og undirbúa brottför. taka akranesstrætó og fara úr við esjurætur.

skilst mér.

á morgun er þrettándinn og þá er skylduheimsókn í mosó þar sem flottasta flugeldasýning ársins fer fram. ótrúlega kúl.

þá eru jólin búin og maður getur farið að hugsa um eitthvað skemmtilegt. eins og icesave.

mæti í mosó.


stærri en vinstri grænir

 

margir eiga slatta af vinum á facebook. sumir nokkur hundruð og aðrir jafnvel þúsund. sá að fúsi handboltadúd ætti þrjúþúsundogfimmhundruð, var í blaði.

ég á held ég hundrað og eitthvað, sumir vinir, svo ættingjar (sem eru sosum engir óvinir) og kunningjafólk og jafnvel lið sem ég þekki lítið.

er í nokkrum grúppum, svona eitthvað anti og svoleiðis og annað sem ég fíla. myndarleg stelpa sendi mér boð um að ganga í grúppuna i bet i can find 1.000.000 who hate liverpool.fc

þar sem hún er sæt og þar sem ég fíla ekki liverpool þá gerðist ég félagi umsvifalaust. hélt þetta væri bara svona smá djók og var að kíkja á liðið þarna. hvort ég þekkti einhverja.

en ég nenni ekki að skrolla yfir þetta því á skjánum stóð: Displaying 8 of 125.221 members See all

áfram LEEDS.


dreifð einbeiting

 

las moggann í dag.

á einni blaðsíðunni var fyrirsögn: að dreifa huganum.

fletti yfir á næstu: að halda einbeitingunni.

halló, er ekki allt í orden þarna ha? hvað á maður að gera....

 

svo er líka viðtal við gunnhildi sveins yfirskyndihjálparpíu hjá rauða krossinum. mæli með að þú lærir skyndihjálp. ég er ekki sérfræðingur en það hefur komið sér vel fyrir mig. eða aðallega fyrir aðra kannski að ég kynni smá.

 

svo segist agnes braga hafa verið ritskoðuð á mogga. gaman að heyra það. svo er líka fullt af öðru dóti með allskyns fyrirsögnum. en fréttablaðið er ennþá pínku gay.


krabbar í krabbaleit

 

ha ha. þvílík völva maður. ef ég ætti maka ætti ég að eiginlega að taka smá spor til hliðar. hliðar saman hliðar. eða kannski bara umfelga.

losnar greinilega eitthvað um krabbakonur næsta sólarhringinn. jebbs.

KrabbiKrabbi: Maki þinn vill gera eitthvað á heimilinu sem þú ert ekki sáttur við. Hættu að telja árin, líttu í kring um þig og njóttu þess sem lífið hefur upp á að bjóða.

 

 

farinn. á barinn.


stjörnunös

 

bjarni bernharður er einn af þessum snillingum götunnar.

hann hefur samið sögur og ljóð. um allan fjandann, sýrutripp og ástina, ferðalög, paranoju og allt bæði fallegt og ljótt.

sumar bækurnar hans heita indælum nöfnum eins og "spor mín og vængir" og "ljósboginn", aðrar pínku spúggí nöfnum eins og "mauraborðið", "stjörnunös" og "brjálaða plánetan".

hann samdi ljóð um árstíðirnar. tek úrdrátt. eða útdrátt. eða einhvern drátt.

 

smá um vetur og svo er meira:

um dimma nótt

gætir óróleika

í hugskoti manna

og andartökin

hræra sálina

 - - - - - -

björt vornóttin

tiplar á tánum

andstutt og hlý

og svo er reyndar meira....

- - - - - - -

sumarið daðrar

við hamingjudísina

 

spinnur þræði

úr sólargeislum

lífinu ofið

glaðlegt mynstur

 

svo er slatti um haustið. flott en ekki hressandi. sleppi því en býð eftir sumrinu. daðra þá við hamingjudísina.


bomb

 

árið endar svo stórkostlega að það er frí síðasta daginn.

það næsta byrjar svo stórkostlega að það er frí fyrsta daginn.

stíg á stokk og strengi heit. veit bara ekki hvað.

 

kannski skrifa bók. eða dagbók. eða bara heimilisdagbók.... nibbs. kannski vera duglegur að læra á nýja gítarinn minn. kannski fara í skemmtilegt nám. kannski vera duglegur að teikna og mála. kannski bara að reyna að vera góður strákur og góður pabbi.

en allavega að drekka meira. frammistaða þessa árs var fyrir neðan allar hellur. langt fyrir neðan sko...


íþróttamaður ársins...

 

í_uummaanaq

kemur ekki á óvart hvaða íþróttagrein jens ole jensen stundar. duglegur piltur.


tilraunaeldhúsið

 

eldaði fyrir tíu manns í hádeginu. frekar fáir að mæta svona um jólin.

það var semsagt pasta með steiktu grænmeti og reyktum hamborgarhrygg. í bitum þó.

hefurðu einhvertíma prófað þetta ha?

dass af parmesan yfir og malt og appelsín með. gjörsamlega frábært.

í forrétt var ís og niðursoðnir ávextir. í forrétt sko.

einhverntíma prófað það ha? í forrétt ha?

 

 

kaffi og konfekt á eftir. einhverntíma hef ég nú prófað það. dáldið gott líka.


dugnaðardrengurinn

 

eins og ég heyrði það, þá var einhver kostnaður af tónleikahaldi í byrjun en restin fór til sbk. en fljótlega fékk félagið alla innkomu og allir hafa gefið vinnu sína sem að þessu hafa komið, sendibíltstjórar sem og tónlistarfólk.

en ég heyrði líka að fyrstu árin hafi einar bárðarson greitt úr eigin vasa kostnað vegna ýmissa hluta, leigu á kerfum og annað vesen og líka að skítamórall hafi spilað annarsstaðar til að greiða upp í  þennan aukakostnað.

en hvort sem þetta er satt og rétt þá hefur einar staðið sig ótrúlega vel í þessu og ég get ímyndað mér að hann hafi lagt í gríðarlega vinnu þessu samfara. og ekki fengið krónu fyrir.

það er ótrúlegt hvað margir eru tilbúnir að taka þátt í þessum - sem og reyndar öðrum - styrktartónleikum og það bara fyrir ánægjuna... og stundum kannski smá plögg... en ég hrópa hérna einn og sér ferfalt húrra fyrir einari.

duglegur strákur. verulega duglegur strákur.


mbl.is Tvær og hálf milljón safnaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband