Færsluflokkur: Bloggar

vibbi hjá skerinu

 

"A midjum akrinum stod einmanalegt tre an synilegs tilgangs einsog framsoknarmadur."

 

þetta er tekið úr færslu sverris stormskers þar sem hann fer yfir ferð til kambodíu og talar illa um kommúnista. held reyndar að hann ruglist á kommúnisma almennt og rauðu kmerunum, en það er annað mál. drengurinn kjarnyrtur sosum enda er yfirskriftin:

Hreinn og taer vidbjodur

http://stormsker.blog.is/blog/stormsker/entry/807850/#comments

annars er ég farinn í fótbolta að eyða bumbu.


svona var ég líka þegar ég var sex

 

var á visipunkturis

þetta er semsagt hann madim mohammad. hann er sex og kemur frá alsír en býr í frakklandi.

real madrid og chelsea eru að fylgjast með honum og: "Sagt er að United hafi sett sig í samband við foreldra leikmannsins eftir að hafa skoðað myndband af honum á YouTube"...

endurtek, hann er sex.


bóns

 

bonesvar að éta popp á meðan maurar átu brunninn kropp utan af beinum í sjónvarpinu.

sérstök tilfinning.

bones, fyrsta sería.

búinn með tvo þætti, bara fjórtán eftir.

 

morð, bein, samsæri og ástarflækjur.

bara eins og real life sko.

 

bones


lost in outanswear

 

töpuðum í kvöld fyrir fjarðarbyggð. massívt lið akureyringa klikkaði á ögurstundu, sem og í leikatriðum sem er ótrúlega óvenjulegt.

pisst yfir þessu en það góða var að tapa fyrir skemmtilegu liði austfirðinga. stefán bogi vindhani orðinn frægur fyrir annað en framsóknarmennsku og bóndinn víðlesni er snilli.

við erum  samt ótrúlega vel gefin þarna að norðan sko. svo það sé á hreinu.

 

veit ekki hvort ég á að detta íða eða fara bara að lesa. huxa málið yfir bjór - i


tuttuguogníu í mínus

 

djöfull er kallt. sjitt. samt tuttuguogníu í mínus i bárðardal. töff lökk fyrir þau.

tónleikar í dag. atli sonur spilaði á gítar og rokkaði með sjö ára blokkflautuleikurum. tók svo twist and shout.

svo voru líka selló og fiðlur og píanó og sungin aría eftir händel. stuð og fjör...

en fótbolti í kvöld. verst að það eru svo fáir hægrimenn til að sparka í. ég er í stuði og vona að siggi mæti í manchester united treyjunni og stebbi í liverpool. töff lökk fyrir þá. marblettir á morgun hjá einhverjum sko.

jey.


kynlífsfræðslan mín

 

fór á kynlífsfræðslu í vikunni. betra seint en aldrei sko.

sjöundi og áttundi bekkur háteigsskóla fékk yfirhalninguna og það var skyldumæting hjá foreldrum. þrettán og fjórtán á árinu.

hópur vaskra kvenna, eða tríó, kom og messaði yfir lýðnum enda alvanar og hafa gert í mörg ár.

annars voru þetta fabúleringar um hvenær stelpur byrjuðu á blæðingum og pælingar þeirra með það, kynsjúkdómar og kynlífsreynslur unglinga, klám á netinu og svo kom fram að há prósenta stelpna væru byrjaðar að lulla hjá fimmtán ára en heldur færri drengir. og færi auðvitað stigvaxandi uppúr því.

það komu geiflur á foreldra. svona hræðsluáhyggjuhrukkur og munnviprur.

svo var liðinu skipt í hópa og krakkarnir fóru fram og foreldrar urðu eftir. hópavinna og foreldrar áttu að nóta hjá sér hvað krakkar vildu vita og krakkarnir svo að koma með spurningar.

við vorum auðvitað ægilegir pjúrítanar og fólk nóteraði: hvenær væri eðlilegt að hefja ástundun kynlífs, virða hvert annað, þetta með blæðingar og hormóna og svona ditten og datten, ósköp sætar pælingar enda börnin okkar bara börn sko.

svo komu krakkarnir og spurðu hvert í kapp við annað, að vísu blóðrauð í framan og feimin en spurðu samt.

strákarnir vildu vita hvort ekki væri í lagi að putta og láta totta og stelpurnar hvort það væri gott að fá fullnægingu og hvort endaþarmsmök væru eðlileg.

skelfingarsvipurinn á mömmunum var eins í bíó. þegar ég sá the excorcist....

excorsist


næstum því þorrablót en segi bara helvítis djöfuls hrútspungar heima við og tjilla

 

pabbahelgi og þá er kominn nýr banner. jebbs, gott að hafa börnin í svona verkefnum sko.

annars er þorrablót hjá svarfdælingum sunnanlands í kvöld sem ég er vanur að fara á en fer ekki nú, við atli höngum í tölvu og spilum super arnarios sem er leikur sem pilturinn bjó til. ógeðslega góður og verður settur á daz intranet þegar hann er fullbúinn.

en mamma fer, kom að norðan til að passa fyrir ingveldi bróðurómynd. tjellingin hans fór til júsei. hún passar semsagt ekki í kvöld, fór á byllerí.

jökull sinnir leiklistargyðjunni og æfir sig sem rómeó.

ljúft og skylt að geta þess að andri thorstensen tók myndina sem er á banner, scoresbysund við nyrsta byggða ból austurstrandar grænlands sl vor. stærsta sund í heimi og það langflottasta. hann er með haug af myndum á feisbúkk. hér eru tvær í viðbót...

grunnlitirnir á grænlandi

grunnlitirnir á grænlandi. scoresbysund páskar 2008

fótbolti tasiilaq

landsleikur ísland grænland i tasiilaq sl ágústmánuð. atli viðar thorstensen, rauða kross piltur og bróðir ljósmyndarans með hrikalegan háskaleik gegn grænlenskum fermingardreng. enginn afsláttur veittur enda vannst leikurinn loks í vítakeppni. meðalaldur grænlendinganna var svona fjórtán...


tímabundnir hreppaflutningar

 

lundúnarhreppur er ekki afleitur staður. þarna getur maður túristast eins og bilaður..... túristi. var þarna í fimmtán manna hópi og eiginlega fararstjóri þó ég þekki staðinn ekki neitt sérlega vel. en allt blessaðist enda átti iceland express heiðurinn af skipulagningu, utan þess að ég - í samstarfi við ferðalanga sosum - bauð upp á snilldarferðir.

en við sáum leik, west ham og hull og það var mögnuð stemning. tvö núll og allt kreisí. og flestir fóru í tate modern þar sem dali og miro, picasso og mondrian voru upp um alla veggi. og skruppum í leikhús að sjá we will rock you sem er queenshow, pínu undarlegt en stuð og fjör.

London-eyetók þátt í skákeinvígi um miðja nótt eftir nokkra kalda og gekk bara vel. svaf lítið og trillaði í heljarinnar hóp að big ben og skrapp eina lauflétta ferð í london eye og fór alveg ógeðslega hátt upp í loft. sá næstum því til seyðisfjarðar.

ferðin var fyrsta ferð í sameiginlegu verkefni rauða krossins og iceland express þar sem farþegar gefa klinkið sitt í poka, því safnað saman og búnar til hópferðir fyrir fólk með geðraskanir. allir þvílíkt sáttir og magnað framtak. flugfreyjurnar innrömmuðu ferðina með frábærri þjónustu báðar leiðir og rútur komu okkur til og frá bæði fótbolta- og flugvelli. sem var aldeilis ekki verra því þetta er fremur stór hreppur sko.

bara magnað og ég lítið hvíldur en bara hress í máli og menningu þessa helgina, sem er nú alltaf fínt. nema að bíllinn minn fer ekki í gang og það er ekki fínt.

óska sjálfum mér, og þér líka, til hamingju með vinstra vorið sem byrjar að blása hlýjum vindum umsvifalaust. og sjallarnir farnir úr stjórn. og beint í fýlu. sem var viðbúið.

london-eye-animatiion-sketchup-model


sáttur

 

björn sölvi, aron ingi, lilja, robbi, davíðí dag var glæsilegt skákmót í vin, til heiðurs birni sölva sigurjónssyni sextugum. hann er tromp skákfélags vinjar og fyrrum akureyrar-, grunnskóla- og reykjavíkurmeistari.

átján manns takk fyrir, næstum því met og afmælispilturinn vann og fékk bikar og geisladisk. ég var með 50 prósent vinningshlutfall, 3 af 6 og sáttur.

þarna er björn sölvi, með derhúfu, fyrir miðju að tefla við aron inga, lilja forseti á hægri hönd og róbert lagerman fide meistari á vinstri að tefla við davíð kjartansson verðandi stórmeistara á hægri hönd. tekið á kveðjumóti fyrir lilju þegar hún hætti sem forseti.

 

ríkisstjórnin fallin og ég sáttur.

er að fara til london og ég sáttur. sem aðstoðarmaður nokkuð margra en það er kúl og sérstaklega þar sem við kíkjum á fótboltaleik.

gott að einhver er sáttur í volæðisborg. og enn betra að það skuli vera ég.


konan í sólinni

 

fór í austurbæjarskóla í kvöld. á samfés.

undankeppni fyrir úrslit sem verða síðar í laugardalshöll.

kynnir var m.a. kári binnason, sálfræðings sem heitir fullu nafni binni djöfull. eða kannski brynjar þór emilsson. og líka sonur eyrúnar. ef hann er rétt mæðraður.

þrettán lið/hljómsveitir/söngvarar úr hlíða-, háteigs- og austurbæjarskóla og bara einn hópur/söngvari sem kemst í úrslitin.

áttundi, níundi og tíundi bekkur semsagt, unglingastig.

var einn algjörlega örfárra foreldra og lét sko atla ekki vita að ég kæmi svo hann færi ekki í mínus. hann er í áttunda bekk og steig fyrstur á svið með gítarinn sinn, ásamt gumma vini sínum og gítarnum hans og tveimur skólasystrum sem sungu lagið "konan í sólinni" sem atli samdi en þær sömdu texta við. held það hafi verið eina frumsamda lagið og það sérstaklega fyrir keppnina. kallinn í tunglinu bjargaði semsagt konunni í sólinni!

þau stóðu sig frábærlega og voru sennilega yngst og væntanlega minnst líka. svo kom lið sem var hálffullorðið fannst manni enda orðið fimmtán....

þetta var æfing fyrir næsta ár hjá þeim og ekki léleg æfing því þau fengu glimrandi ummæli frá dómurum en þar fór fremstur bóas í hljómsveitinni "reykjavík!." hvött til að halda áfram og taka aftur þátt. urðu í fjórða sæti af þessum þrettán.

hafði ekki heyrt lagið áður og er stoltur af stráknum. reyndar asskolli stoltur af hinum eldri líka sem þó kom ekki þessa helgina enda í leiklistinni í skólanum sínum, fsu. og er farinn að læra heima líka. og ná prófum með glans.

komst ekki áfram í idol en reyndi þó. meira en ég hefði þorað.

flottir dúdar og eins gott fyrir þá líka. eiga að sjá fyrir mér þegar ég er orðinn gamall. eða eldri. og meira hrumur. og meira krumpaður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband