Færsluflokkur: Bloggar

dáníel

 

I heard that icelanders want to fire the goverment. make revolution! kick the ass of the capitalist bastards!

 

skilaboð frá dáníel, vini mínum í ungverjalandi. fékk þetta á fésbók. hann fílaði sig ágætlega í reykjavík.

fyrir kreppu.


átta

 

vargurinnvar að lesa varginn eftir jón hall stefánsson. brennuvargur fyrir austan og seyðisfjörður stútfullur af leyndarmálum. bókin er einhverjar 350 síður og ég var hálfnaður þegar mér fannst komast smá fútt í þetta og rumpaði þessu af, sem segir kannski að hún var þokkaleg. jamm, þokkaleg og ekkert mikið meira en alltílagi krimmi.

var einu sinni að vinna á seyðisfirði, sem er bæði skemmtilegur og fallegur bær en þekkti mig nú ekkert í bókinn. enda parkettverksmiðja þarna og alles og allskyns drama. nú eða drömu...

fær meðaldóma frá mér en prýðislesning eftir jólasteikina, svona með makkíntossinu.

en það var rauðhærði kokkurinn sem var morðinginn. og hann er örvhentur:)

vargurinn2þegar ég gúgglaði varginn þá fékk ég þessa mynd. þurfti á bjartssíðuna til að fá coverið.

 

herra pipsvo er ég byrjaður á herra pip eftir nýsjálendinginn lloyd jones. var tilnefndur til booker verðlaunanna og ég er ekki kominn langt en líst vel á. glæstar vonir eftir dickens virðist rauður þráður í gegn og ég las hana í enskukúrs í iðnskólanum og hef séð myndina sko. ekki verra.

 

steindýrinlíka byrjaður á steindýrin eftir gunnar theodór eggertsson. fékk barnabókaverðlaunin íslensku um daginn. fær flotta dóma og þykir spennandi. ég er nú bara búinn með kvart af bók og ekki að farast úr spenningi yfir því hversvegna gæludýrin breytast í styttur. en það er kannski ástæða fyrir því og svarið er það sama og vinur minn sagði þegar ég spurði, þegar við fórum á pub, hvort hann hefði fengið leyfi til að skreppa;

"ég er ekki átta ára".


klóst

 

í dag, nítjánda, er alþjóðlegur klósettdagur. alheimssamtök klósettanna, eða world toilet organization, standa fyrir deginum og vilja passa uppá, eða hvetja til, hreinlegra klósettferða, eða eins og þau segja; "encourage hygienic toilet practices.

ég hvet þig til að kúka þrifalega í dag og auðvitað að muna eftir að þvo þér vel um hendurnar. á eftir sko, á eftir.

Pelé kallinn, sem skoraði 1281 mark í 1363 fótboltaleikjum, sem er bara býsna gott, skoraði sitt þúsundasta mark á þessum degi ´69. kommon, menn þykja góðir að skora yfir þúsund mörk í handbolta....

svo er meg ryan fjörutíuogsjö í dag og enn dáldið sæt.

franz schubert hinsvegar lést á þessum degi en ég man ekkert eftir því. stuttu áður en ég fæddist eða 1828. í þá gömlu góðu daga þegar það voru ekki til myntkörfulán.

 


pakk

 

hef sosum lent í svona áður en einhver tjelling hringdi í mig - frá bandaríkjunum - og tilkynnti mér að ég hefði unnið verðlaun í einhverju sem ég skráði mig í á netinu fyrir mörgum mánuðum.

var með email og heimilisfang og síma og gemsa og alles og ég vann semsagt ferð fyrir fjóra til flórída með kynnisferðum í kvikmyndaver og ég veit ekki hvað og hvað.

talaði við mig í 10 mínútur og sendi mig svo á aðra línu, til einhvers ráðgjafa sem óskaði mér til hamingju og svo kom í ljós að þessi ferð sem kostaði 4000 dollara á mann fengist fyrir aðeins 980 dollara fyrir mig, including hotel og bílaleigubíll og alles.

vildi bara fá að vita hve lengi visakortið mitt gilti.

ég sagðist ekki vera með kortið hérna og bað hann um að senda mér bréf, þar sem hann hefði addressuna mína.

eftir að hann hafði sagt mér þrisvar að stökkva á fætur og grab my visacard þá sagði ég honum að láta annan um þennan stórkostlega vinning og hann varð fjúríus kallanginn, enda voru þau búin að tjatta í ríflega korter. hann æsti sig og skellti á.

ég ætlaði að ath hvað þau færu langt með söguna, áður en ég segði neibbs takk (common, þau hringdu að utan sko, ekki ég) en þetta lið er ótrúlega sannfærandi og snillingar í að vera drulluhalar. bara að láta vita en HÉR_ER_SNILLDAR_SAGA  um svipað dæmi og ótrúlega flott útfærsla á svari.

 

 

jamm, og svo fórum við feðgar og mótmæltum vanhæfum ráðamönnum landsins. það var stuð og hörður torfa endaði á að biðja alla að ganga vel um, um leið og hann þakkaði fyrir sig. bað fólk um að taka allt rusl með sér, líka ríkisstjórnina.


ÖNGVAR NÝJAR FRÉTTIR, BARA GAMLAR

INGVELDUR spurði um trinity og það var það fyrsta sem kom upp í hugann en ég svaraði ekki. algjör.

svo þau sem ekki kíkja á JENS ættu að gera það allavega núna því þetta er algjör draumur í dós. vonandi að þetta komi aftur. sprengjuhöllin, nýdönsk, iron maiden.... eða kannski ekki þeir samt.


fyrrum trymbill og núverandi matgæðingur

 

jónsi í svörtu fötunum, eitt sinn trymbill og keypti sett af vidda litla bró i gamla daga, var í svona matgæðingahorni í fréttablaðinu.

er einhver matur sem þér finnst vondur og besta máltíð og svoleiðisssss spurningar.

honum fannst krókódíll ágætur og kolkrabbi seigur.

en.. ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tækirðu með þér?

 

 

konuna mína, annars yrði ég líklega að éta sand!


pisst, pisstari og pisstastur

 

bara að pæla.

hvers vegna þurfum við að hafa sextíuogþrjá þingmenn þegar þeir eru að dinglast á þinginu að fjalla um vorfrí?

það eru tíu ráðherrar, einhverjir þeirra en sko örugglega ekki allir, að lufsast við að reyna að fá yfirdrátt hjá kínverjum og norðmönnum. sömu ráðherrarnir og sögðu að hagfræðingarnir væru annaðhvort öfundsjúkir eða þyrftu að fara í endurmenntun ef þeir minntust á að við værum að detta í djúpan skít.

færeyingar og pólverjar lána bara óumbeðnir og ráðherrarnir fatta það ekki einu sinni.

og svo þarf þingið ekki að fjalla um lánið frá alþjóða gjaldeyrissjóðnum því það rúmast innan ramma ríkissjóðs!!!! halló, hvað getur þetta lið eiginlega skuldsett mann í viðbót ha?

horfði á silfur egils í nótt og mörður árna frá samfylkingu og ragnheiður ríkharðs frá sjöllunum sögðu svona frá þinginu, og þau eru í ríkisstjórnarflokkunum. er eitthvað skrýtið að fólk sé að verða pínu pisst?

 

og það undarlegasta við allt saman er að geir og björgvin eru að slá einhver vinsældarmet þessa dagana. JÓNAS segir réttilega að fólk sé meira fífl en meira að segja hann hefði nokkru sinni haldið.


fimmtíuogsex

 

Smábókaútgáfa

HELGAFELLS OG ÍSAFOLDAR

mun marka tímamót í sögu íslenzkrar bókaútgáfu og bókmennta. Tilgangur útgefenda er raunhæf bókmenntakynning meðal æskufólks og allrar þjóðarinnar í bæ og borg. Tugum úrvalsverka ísl. bókmennta, fornsagna, skáldverka, ljóða, leikrita og perlum heimsbókmenntanna, mun verða dreyft, ekki aðeins inn á hvert heimili, heldur og gerðar að persónulegri eign, allra unglinga, jafnt ríkra sem snauðra. Markmið forlaganna er að innan tveggja ára eiga allir Íslendingar nokkurt safn úrvalsbóka, sem enginn, sem teljast vill maður með mönnum, má án vera, né þeir sem eru það, geta án verið.

Fylgist með útgáfunni. Kaupið bækurnar jafnótt og þær koma út. Hjálpið til að útbreiða þær.

Haldið vörð um íslenskan menningararf. Takið þátt í  baráttunni gegn gervibókmenntunum.

Eigið þér Jónasarljóð?

jonasHallgrimssonþetta stendur semsagt á baksíðu bókarinnar Jónas Hallgrímsson, Ljóðmæli. ég á fimmtu útgáfu sem tómas guðmundsson, þá hjá helgafelli, gaf út 1956 og markmiðin greinilega skýr.

en bókin er stútfull af ljóðum og heilu bálkunum þar sem hann annaðhvort blótar mönnum, fátækt eða veðri, nú eða talar undur fallega um menn, ríkidæmi sitt í fátæktinni eða þá veðrið...

oft fallega um konur líka. lífs eða liðnar.

meðal annars níu kvæði um veðrið í sínum ólíkustu myndum. flottast er um mollu:

Veðrið er hvorki vont né gott,

varla kalt og ekki heitt.

Það er hvorki þurrt né vott,

það er svo sem ekki neitt.

 

æ, var í máli og menningu um helgina. slatti að gera bara og vonandi að þetta verði bókajól. sem betur fer eru íslensku bækurnar að fara ágætlega, margar allavega.

engar gervibókmenntir sko....

 

er að lufsast við að klára eitt stykki sem hefur tekið ótrúlega langan tíma miðað við að hún er skemmitleg. byrja svo á varginum hans jóns halls á morgun. absólúttttt


sjöundi nóv og þar um kring

 

fyrir níutíuogeinu ári komust bolséviskir uppreisnarmenn með vladimir lenin, vin minn og félaga, til valda eftir orrustu í petrograd sem er reyndar st. pétursborg. október byltingin sko. búin 7. nóvember.

á þessum degi árið 2000 biðu allir í ofvæni eftir úrslitum í kjöri forseta bandaríkjanna en það fór allt í fokk og það var ekki hægt að tilnefna sigurvegara fyrr en 12. des. margir vildu meina að vitlaus forseti hefði unnið.

margir vilja meina að arfavitlaus og kolbilaður forseti hafi unnið....

billy graham, predikari, sem ég tjái mig ekki meira um, fæddist 7. nóv 1918. annar predikari, heinrich himmler, fæddist 1900. lítið gott við þá.

steve mcqueen dó hinsvegar fyrir tuttuguogátta árum. hann var ágætur. allavega töffari.

hún sigga á afmæli á morgun og þau hjónaleysin ætla að detta íða. ég kannski líka. mæti allavega.

hin geðþekki hársnyrtir í hjáverkum, eyrún thorstensen, átti afmæli um daginn og ætlar að detta íða á morgun. er að hugsa um að mæta. veit þó ekki hvort maður eigi að þora því hún er geðhjúkrunarfræðingur og binni kallinn hennar sálfræðingur. verður spennó....


ótrúlega flott

 

jamm, gott að það er eitthvað sem gleður. allavega mig.

hlynur_halls var að opna sýningu í listasafni reykjavíkur. eða kannski frá en ekki í því hann flutti verk safnsins á tuttugu staði í miðborginni og setti í búðir, á kaffihús og svona. flutti listina bara til fólksins. kjarval í múltí kúltí, eggert blómadúd í 10-11 og svo er eitthvað í eymundsson austurstræti og í vísi á laugaveginum. snilld.

og enn meiri snilld að hann tók eitthvað af öllum þessum stöðum í staðinn og flutti í listasafnið. bekk úr landsbankanum, bókahillur úr eymundsson og það kúlasta; gluggaútstillinguna í vísi, hrúgu af banönum, og allt breytist í glæsileg listaverk í listasafninu í hafnarhúsinu.

mér finnst þetta ótrúlega kúl.

 

svo var ég að trítla á laugaveginum og sá að nýja hljómalindarhúsið, sem einu sinni var kling og bang og er þarna beint á móti 22, hefur verið málað röndótt. þetta er magnað.

djöfull er fólk duglegt að fá fríkaðar hugmyndir og framkvæma þær.

 

ég fékk þá fríkuðu hugmynd að reyna að lufsast í rúmið fyrir miðnætti, svona einu sinni. en sé að ég næ því varla úr þessu. sjitt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband