piparkökur á hrauni

 

við lufsuðumst fjórir á mözduformúlugræjunni minni austur yfir heiðar, eftir mál og menningu sko, í haglél og hálku og skelltum upp einu stykki jólamóti á litla hrauni.

piltarnir þar voru með kaffi og piparkökur handa okkur og fjórtán skráðir til leiks, átján alls sem er frábær þátttaka. hart var barist enda ekki bara glæstir vinningar og bikar undir, heldur heiðurinn líka. já, heiðurinn.

annþór kristján karlsson vann þetta enda sterkur skákmaður. og bara sterkur... hann fékk fimm vinninga af sjö mögulegum. þór ólíver gunnlaugsson annar og ari k. runólfsson þriðji, á stigum því með fjóra vinninga voru líka ingi páll eyjólfsson og jónas ingi ragnarsson.

ég fékk þrjá. en róbert harðarson, sem fékk viðurnefnið hakkavélin, fékk reyndar sex og hálfan en hann var gestur og fékk engan vinning. en ok, heiðurinn að veði og hann hélt kúlinu. hrannar jóns, sem ég vélaði í skákfélag vinjar, varð þannig lagað annar, en hann var líka gestur. magnús matt, varaforseti skáksambandsins fékk fimm eins og annþór en var lægri á stigum.

SÖGUR bóka- og tónlistarútgáfa splæsti vinningum á alla í skákfélaginu frelsinginn og fékk þvílíkt hrós fyrir.

þetta er eitthvað ítarlegra HÉDDNA.

á morgun ætlar skákfélag vinjar í samstarfi við hrókinn að halda jólamót milli geðdeilda, athvarfa og klúbba að Kleppsspítala. bikar og vinningar. á föstudaginn í björginni, geðræktarmiðstöð suðurnesja í keflavík, nú eða reykjanesbæ ef þú vilt það frekar. næsta mánudag í vin.

það er brjálað að gera þegar maður er forseti.

 

 

 

skákfélags sko.


bindisóskylda

 

frá landsþinginu, nuuk, grænlandi.

öll eru þau fín og flott og enginn með bindi.

virðist sem allir séu mættir.

Enoksen__bningstale_17758d

sá frá alþingi um daginn. þetta var eins og lítill saumaklúbbur. kannski fimmtán mættir. af 63.

þetta er miklu meira kúl.


tvöhundruðþrjátíuogeinmilljón....

 

...prósent verðbólga í simbabwe.

heyrði þátt í útvarpinu þar sem kona keypti sér fjóra banana fyrir einhverjar grilljónir, svo margar að ég man það ekki. ári fyrr keypti hún sér fjögurra herbergja íbúð fyrir sama pening.

og þetta var í sumar. nú fær hún kannki einn bita.

fólk er eitthvað farið að þrýsta á robert mugabe um að fara frá völdum.

en hann ætlar sér að sitja sem fastast. sennilega að rembast við að koma landinu úr þeim efnahagsþrengingum sem hann kom því í.


árni frændi

 

í dag eiga gellurnar tyra banks og arna afmæli. önnur að westan en hin að norðan. en frank zappa dó fyrir fimmtán árum og það var sko verra.

á morgun eiga töffararnir walt disney, little richards og árni björns, frændi minn, afmæli. árni var frægur gítarleikari eitt sinn en nú bara frægur laxveiðimaður. en mozart dó fimmta desember seint á átjándu öld og það var nú verra.

disney er daujur eins og mozart. er ekki rikki litli lifandi samt? minnir það.


saddam í rotterdam

 

rey rottvar búinn að lesa fína dóma og þá er yfirleitt bömmer þegar maður fer i bíó. en sá reykjavík-rotterdam og var sko bara sáttur. helvíti gaman.

var líka búinn að lesa að smygl á áfengi tvöþúsundogátta væri nú dáldið svona gamaldags, en las líka að það hefði alveg gengið upp. og það gengur alveg upp.

handrukkun og allskyns spenna og smá djók á milli.

baltasar í aðal og óskar jónasson leikstýrir. sjáðana bara.

 

hvernig ég hertókætlaði að kíkja í "hvernig ég hertók höll saddams" eftir börk gunnarsson, liðsafla íslands hjá nató í írak. eins og þráinn bertelsson sagði, falleg ástarsaga úr víti. og þetta er falleg ástarsaga en slatti af byssum og bombum og líka fótbolti. og brjóst. og berjamó, svei mér þá.

kláraði skrudduna í einum rykk. ferlega fín.

 

 

óttar martin norðfjörð las upp úr sinni bók, sólkross, og börkur upp úr höll saddams í dag niðrí vin. báðar mjög áhugaverðar og þeir báðir mjög skemmtilegir.


þúsundkall

 

félagi minn var í köben og fékk sér bjór á strikinu. 1400 kall.

vinkona mín var i london og fékk sér kaffibolla á heathrow. þúsundkall.

 

sjitt. maður getur ekki einu sinni flúið land.


táningur

 

atliatli stúfur á afmæli. á feisbúkkinu hans stendur að hann sé 18 í dag.

en hann er bara þrettán. teenager og gat ekki sofið fyrir spenningi yfir að komast á bólu og mútuár.

fyrir stuttu átti ég tvö börn. nú á ég tvo unglinga.

kræst.

 

hann fékk washburn d10sk stálstrengjagítar frá foreldrum. hann átti bara fjóra gítara fyrir og vantaði nauðsynlega einn í viðbót...

feðgar þrír farnir í keilu. strákadagur í dag.

 

 

förum samt ekki á goldfinger..


kitl

 

"Kona sem heitir May sagði okkur sögu af freigátufugli sem hafði komið með afmæliskveðju til hennar frá næstu ey. Kveðjan var samanbrotin í gömlum kassa utan af tannkremi sem var festur með límbandi undir væng fuglsins. Þetta var á átta ára afmælinu hennar og þessi stóri fugl virtist vita það, sagði hún., því hann stóð hjá mömmu hennar og pabba og horfði á hana lesa á miðann og þegar hún kom að orðunum "Til hamingju með afmælið May" ráku allir upp fagnaðaróp og þá sá hún fuglinn brosa."

"Daginn eftir borðuðum við hann í afmælisveislunni."

 

er semsagt enn að lesa herra pip eftir Lloyd Jones og finnst hún alveg bráðskemmtileg. Nánast snilld, enn sem komið er. fimmtugastaogfjórða neonbókin hjá bjarti.

 

 

"Bænastundir móður minnar drógu að sér æ fleira fólk. Guð mundi hjálpa okkur. Við þyrftum bara að vera duglegri að biðjast fyrir. Bæn var eins og kitl. Fyrr eða síðar yrði Guð að líta niður og athuga hvað væri að kitla hann í rassinn."


hlæj

 

uppáhalds fjandvinur minn setti FÆRSLU inn hjá sér. ekki séð áður en væntanlega einhverjir. undarlegt hvað maður getur hlegið yfir ww2 og nú ww3.


fimmtíuogein

 

var að fara að skrifa harðorða grein um bankahrunið, gjaldþrot landsins og ábyrgð ríkisstjórnarinnar þegar ég ákvað að hringja í ingvar bróðurómynd og minna hann á litla afmælisveislu um helgina -  ég á ekki afmæli sko, gleymi hér eftir markvisst hverju árinu sem bætist við.

átti að taka tvær mínútur en tók fimmtíuogeina. við ræddum um bankahrunið, gjaldþrot landsins og ábyrgð ríkisstjórnarinnar og vorum ekki alveg sammála enda fær hann það í hvert sinn sem maður segir davíð. held að ingvar sé sofnaður því ég sagði davíð allavega fimm sinnum.

en ingvari tókst nú samt að koma tveimur börnum í háttinn á þessum tíma og gefa edda stúf pela, eða sennilega brjóst þó hann segði pela, og hélt uppi vörnum fyrir geir. já og davíð. meira að segja árna en ekki fyrir sollu og björgvin.

mér þykir leitt að viðurkenna það að ég hafi hangið í farkíng símanum í fimmtíuogeina mínútu, jafnvel þó þetta hafi verið allskemmtilegt enda fór það að lokum þannig að drengurinn spurði hvort þetta hefði orðið eitthvað betra ef aðrir hefðu verið við stjórn.

og svarið var auðvitað já. asnaleg spurning.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband