kristinn h. gunnarsson er með aldeilis föðurlegan pistil i dag í 24 stundum.
ekki á að leita að sökudólgum og segir að við vinnum okkur út úr þessu. stiklar á stóru og niðurlagið, í þessum pistli sem ber fyrirsögnina Traust velferðarþjóðfélag
er: ""Staðreyndin er að auðlindir þjóðarinnar eru ríkulegar og miklir möguleikar til verðmætasköpunar". jess, veit hvað þú meinar. veiða meiri fisk og skella upp álverum í massavís.
og áfram: "Við búum við traust velferðarþjóðfélag, gott atvinnuástand og að mestu leyti sterkar atvinnugreinar". einmitt það stinni stuð. líf og fjör á atvinnumarkaði, leikskólarnir fyllast af viðskiptafræðingum og pólverjarnir flykkjast heim því slotzið stendur vel og nóg að gera þar....
"Erfiðleikarnir í fjármálageiranum breyta þessum staðreyndum ekki. RÓ OG YFIRVEGUN ERU BESTU RÁÐIN ÞESSA DAGANA OG STYÐJUM VIÐ BAKIÐ Á STJÓRNVÖLDUM Í VERKUM SÍNUM".
ég semsagt setti höfuðstafi þarna prívat og persónulega vegna þess að maðurinn talar eins og hann sé orðinn forsætisráðherra, sem hann er auðvitað wannabe.
en ég treysti honum ekki. nibbs.
Bloggar | 9.10.2008 | 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
skora á þig að mæta. maður eða mús ha????
ef það er ekki tilefni að huga að andlegri heilsu núna, hvenæar þá?
bara spyr sko.
Hraðskákmót er haldið í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags,
og fer það fram
laugardaginn 11. okt. kl. 14:00 í Perlunni.
(alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur er 10. október og fer þá
fram hátíðardagskrá, sjá vefslóð www.10okt.com)
en skákin er á laugardeginum
Þetta er í fjórða sinn sem þetta mót er haldið og 40 voru skráðir í fyrra.
gefur glæsilega bókavinninga og veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sæti,
auk þess í barna-, unglinga-, kvennaflokki og +60.
Einning happadrættisvinningar, allir eiga séns.
Ekkert þátttökugjald og allir velkomnir.
Skákstjórar eru Róbert Lagerman og Arnar Valgeirsson.
Skákfélag Vinjar og Hrókurinn
Bloggar | 8.10.2008 | 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
farinn í fótbolta. þarf að sparka í einhvern frjálshyggjudúd og fá útrás.
eftir það er nýr breskur sakamálaþáttur:
Rannsókn málsins - Málalok
Bresk spennumynd í tveimur hlutum frá 2007.
hjá okkur íslembingum hefst svo rannsókn málsins og málalok eru algjörlega ókunn. sjitturinn.
þriðjudagarnir eru bestir. langbestir.
Bloggar | 7.10.2008 | 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
jamm, langar bara að benda á þennan pistil hjá henni vinkonu minni sem ég ber mikla virðingu fyrir.
hún er klár, hún er mannvinur, hún vappar ekki í kringum hlutina eins og heitan graut og segir einfaldlega satt og rétt frá.
Bloggar | 6.10.2008 | 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
skákfélag vinjar er að brillera í fjórðu deild íslandsmóts skákfélaga. jebbs, hrókurinn kom á fót skákfélagi í vin, athvarfinu sem ég starfa í, fyrir fimm árum og skírði það vinaskákklúbbinn. flott hjá þeim.
þróunin varð sú að hann arnar sjálfur fór að halda utanum klúbbinn og góðir menn og konur hafa komið og hjálpað okkur með æfingar og mót. nú er þetta skákfélag vinjar, formlega komið í skáksamband íslands og skráð til leiks í fjórðu deild þar sem þrjátíu lið héðan og þaðan keppa.
helgin fór fram í rimaskóla að mestu, enda teflt föstudagskvöld, tvisvar laugardag og síðasta umferð í morgun. við erum í sjöunda sæti með 62% vinningshlutfall eða fimmtán vinninga af tuttuguogfjórum.
ég tók þó bara eina skák, enda umsvifamikill liðsstjóri. en ég vann. jamm, vann mína fyrstu skák á íslandsmóti og nú er bara ein leið. uppávið.
en snilldin er að í liðinu eru menn sem hafa teflt lengi en aldrei verið með á mótum, kannski vegna þess að þeir hafa þjáðst af geðröskunum. svo líka gamlir jálkar sem voru ógeðslega góðir í gamla daga en ekkert verið með í áratugi, einmitt, vegna þess að þeir hafa verið veikir á geði.
svo eru þarna vinir okkar og vandamenn, þeir sem hafa komið í vin og teflt á mótum og hjálpað til við ýmislegt.
djöfull erum við að brillera maður. og seinni hlutinn er á akureyri í mars.
hef ráðið félaga minn, hrannar jóns, sem einmitt fer fyrir liðinu á fyrsta borði og hefur unnið allar fjórar hingað til, sem skákþjálfara minn næstu mánuði. hann fær fríkeypis kaffi og kannski bjór þegar ég hef tekið gríðarlegum framförum.
þannig að hann þarf að bíða aðeins eftir bjórnum....
er samt með smá móral yfir að hafa ekki sinnt drengjunum mínum sem skyldi um helgina. en þeir eru stórir og það er tölva og dvd á heimilinu. og mastermind og skák........
bjarga sér sko, bjarga sér
Bloggar | 5.10.2008 | 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
æ, ástæðan fyrir þessu röfli er ekki glitnir og co og allt á hausinn hjal, en ég er samt svolítið pirraður á því hvernig farið er með börn og mér fannst eins og breiðuvíkurdæmið væri komið enn og aftur, bara á höfuðborgarsvæðið...
en, ég þekki semsagt nokkra dúdda sem voru í breiðuvík eins og ég hef sagt, og engum þeirra farnaðist beint vel eftir það, þó misilla og einhverjum þokkalega.
man þegar ég spurði einn, sem ég get nánast kallað vin, allavega kunningja, hvernig hefði verið þarna sagðist hann bara fá í magann...
en þessi kunningi minn sagði mér semsagt að hann hefði nú hitt einn breiðuvíking, sem hefði verið ágætur, ekkert vondur við hann eins og margir, og þeir fóru að spjalla. þessi náungi semsagt hafði menntað sig og vann líkamlega erfiða vinnu, en fór samt með mannaforráð og var dugnaðarforkur. kunningi minn var ánægður með hann.
og ég spurði hvort sá hefði komið sér upp fjölskyldu.
"ég spurði hann einmitt að því en hann sagðist ekki hafa viljað eignast börn í þennan harða heim".
en ég var að fara í gegnum blöðin og þar kemur m.a. fram að tafir á máli mannsins sem sakaður er um vanrækslu og líkamsmeiðingar á þremur börnum sínum, stöfuðu vegna álags og var tekið upp að nýju þegar blöðin komust í málið.
gunnhildur arna gunnarsdóttir hjá 24 stundum skrifar pistil og segir að börnin hafi verið illa hirt og vannærð, faðirinn beitti þau miklu líkamlegu og andlegu ofbeldi, hótaði þeim með loftskammbyssu, aflífaði gæludýrið þeirra og stillti einu barnanna upp við skotskífu og kastaði að því hnífum. einn fór í lærið.
ættingjar barnanna (hefur komið fram að faðirinn segir fyrrum konu sína, sem er í neyslu vera að hefna sín á sér) reyndu að gera eitthvað í málinu en þar sem um kynferðislegt ofbeldi var ekki að ræða þá gekk það ekki vel. en fyrir harðfylgi barnaverndarnefndar, gekk það að lokum.
börnin verða enn skelkuð þegar minnst er á héraðsdóm, þar sem þau voru yfirheyrð. ekki voru þau boðuð í barnahúsið þar sem aðstaðan er allt önnur og betri. þegar börnin höfðu loksins, eftir þrjú ár í gíslingu ofbeldis og niðurbrot, sagt frá þessu grátandi, voru þau send heim.
SEND HEIM....
kemur fram að þau voru lafhrædd þá nótt. halló, þetta eru börn. er ekki allt í lagi???
voru reyndar sótt daginn eftir til föðursins sem væntanlega er eitthvað lasinn á sinni þar sem hann vitnar ótt og títt í hitler, bush og biblíuna sem hann virðist kunna utanbókar og fer eftir.
nema kannski þetta með ofbeldið gegn börnum sínum (sem sosum fyrirfinnst jú þar líka).
æ, mér finnst þetta bara alltsaman ömurlegt, las bókina um breiðavíkurdrengina, sá myndina og hef líka gist þar. en það var reyndar mjög indælt.
börnin eru nú hjá ættingjum. margir breiðavíkurdrengjanna lentu í mikilli óreglu og dvöldu í fangelsi. nokkrir hafa gert það gott, náðu að mennta sig þó grunninn hefði algjörlega vantað.
alltof margir frömdu sjálfsvíg.
Bloggar | 30.9.2008 | 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
í mars þegar ég fór til grænlands var krónan 12,9 danskar.
meðan ég var þar flaug hún upp í 16,5 og þegar ég fór aftur í sumar var hún yfir 17.
nú er hún 19,2 - ef þú kaupir.
þetta viðtal hér: Lárus_lygari - eða hvað??? var á sunnudaginn fyrir rúmri viku. mjög áhugavert miðað við það að fimm dögum síðar fór glitnir á hausinn og við, ég og þú og allir hinir, keyptum hann tilbaka á svo marga peninga að ég nenni ekki að hugsa um upphæðina.
segir blákaldur að staða íslensku bankanna sé góð og allt í gúddí.
æ, viðurkenni fúslega að ég þekki fjármálamarkaðinn ekki nógu vel til að rífa kjaft. en dúddinn lýgur þarna, þarf ekki neina þekkingu til að fatta það. jebbs, enginn vafi.
- sá þetta í endursýndum þætti sl sunnudag og varð hugsað til þess í dag. þetta var svo á eyjunni.is og ég kópíaði það hingað yfir sko. bara láta vita.
Bloggar | 29.9.2008 | 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
djísús kræst.
eftir fréttir voru auglýsingar. alveg ógeðslega lengi og sjónvarpið auglýsti sjálft sig endalaust, þórhallur malaði og malaði um hvað það væri mikið af frábæru íslensku efni í imbanum í vetur. svo kom önnur og þórhallur malaði endalaust um hvað það væri ótrúlega magnað erlent efni í sjónvarpinu í vetur. og svo kom aftur auglýsingaskilti og bling, það var kynnt endalaust barnaefni, innlent og þýtt og stundin okkar og ég veit ekki hvað.
allt frábært. og svo auglýsingar í fokking langan tíma og svo kom þáttur.
spaugstofan. SPAUGSTOFAN..... sjitt.
djísús kræst tvö:
fyrir ekki svo löngu hringdi ég í stúlkukind - sem ég þekki, júnó, ekki alveg sljór - og bauð upp á erótíkst nudd með ívafi. hún hló og sagðist ætla í bíó. Í BÍÓ.......
kannastu við höfnunartilfinningu ha. já, HÖFNUNARTILFINNINGU.
leið eins og þegar ég mojaðist með stelpu og var varla búinn að segja gúddnæt þegar hún byrjaði með gamla kærastanum aftur.
eða í gamla daga á vertíðarárunum þegar ég sló fram öllu því karma sem fyrirfannst og náði að véla píu sem var rosalega kúl stelpa. fannst að ég hefði staðið mig þvílíkt vel. varla búinn að segja gúddnæt þegar hún var komin í sambúð. MEÐ STELPU.....
þetta fer að jaðra við einelti þetta helvíti. sjitturinn titturinn.
eins gott að maður var ekki fæddur 1790 þegar meðalaldur íslenskra karlmanna var 30 ár. þá væri ég bara hreinlega dauður eða aldraður hreppsómagi.
nú, eða fæddur í malavi. þar er meðalaldur karlmanna rétt um fertugt. maður væri á útopnu við að lifa síðustu andartökin og rembast við að kreista eitthvað út úr lífinu ha.
en þar eru tjellingarnar þó ekki alltaf í bíó.
fokking bíó.
Þórhallur laug og það er drasl í sjónvarpinu. farinn að lesa góða bók eða hlusta á tónlist.
Bíó my ass.......
Bloggar | 27.9.2008 | 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
ÞETTA_HÉR er nú alveg undarlegt.
svenska flickor eru ekki allar þar sem þær eru séðar sko.
eitthvað slegið út hjá tvíburunum, sveiattan. greyin. en þetta er pínu wild og maður er bara hissa, þó ýmsu sé vanur. jamm, ýmsu vanur...
stolið af dv.is sem stal af bbc news
Bloggar | 26.9.2008 | 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
opinber heimsókn til reykjanesbæjar í dag.
nokkrir félagar í skákfélagi vinjar héldu suður með sjó og settu upp skákmót í samstarfi við heimafólk.
björgin, geðræktarmiðstöð suðurnesja, var að flytja í nýtt húsnæði, glæst eiginlega.
árni sigfússon, borgmester reykjanesbæjar, hélt tölu og lék fyrsta leikinn. fide meistarinn geðþekki, robert lagerman, var mótsstjóri.
sextán manns og ég með þrjá og hálfan af sjö. 50%. ok en ekki nógu gott.
robbi og gunnar freyr tóku þetta en þar sem þeir eru alltof góðir voru þeir gestir og fengu engar medalíur.
ég fékk samt bol og disk með alveg geðveikum töffara af suðurnesjum. ekki frá reykjanesbæ heldur keflavík....
rúnni júl - er kúl.
Bloggar | 24.9.2008 | 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- annaeinars
- atliar
- aua
- ormurormur
- asdisran
- astasoffia
- birgitta
- bjb
- gattin
- baenamaer
- bestfyrir
- tilfinningar
- borkurgunnarsson
- einarolafsson
- eirikurbriem
- ma
- fanneybk
- arnaeinars
- vglilja
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnarb
- gunz
- hoax
- nesirokk
- veravakandi
- heida
- rattati
- hemba
- hilmir
- kht
- disdis
- hlynurh
- don
- ghostdog
- tru
- jahernamig
- ingvarvalgeirs
- jevbmaack
- jensgud
- johannbj
- jarnar
- jon
- lundi
- lauola
- meistarinn
- marinomm
- pala
- peturorn
- siggagudna
- sigurdursig
- snorris
- ipanama
- urkir
- thoraasg
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar